Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 116
S t e fá n Va l d e m a r S n æ va r r
116 TMM 2015 · 4
En Megas er ekki einhamur í tónlist fremur en öðru. Eitt er að hann
hefur sungið lög í þjóðlagastíl, pönkuð og ópönkuð rokklög, djasskennd
lög, auk hreinna dægurlaga á borð við Fatlafól. Annað er að hann hefur
líka sungið klassísk sönglög og barnalög, öldungis án rokkkeims.48 Flutn
ingur hans og Senuþjófanna á sígildum íslenskum sönglögum er djass aður
en samt eins hefðbundinn og nokkuð getur verið.49 Þannig skautar Megas
um tónlistarsöguna, slíkt atferli er harla póstmódernískt. Megas talar um
áhrif frá módernistum í skáldskap, þeirra á meðal James Joyce.50 Þarna
er póstmódernistinn lifandi kominn, Megas fær „póstið“ frá rokk inu,
módern ismann frá Joyce og félögum. Áhrifin frá Joyce eru hvað skýr ust í
prósatextum Megasar sem eru að mörgu leyti nærri nýstefnunni en söng
textarnir. Prósarnir eru venjulega flæðiskenndir, söguþræðir slitróttir. Ein
sagan fjallar um þá makalausu uppákomu þegar Hallgrímskirkja tók á rás og
gekk í sjó.51 Geir Svansson bendir á tengsl við William Burroughs og áhrif
frá súrrealisma í prósunum.52
Bæta má við að Megas er flökkuhirðingi í bókmenntasögunni eins og
sönnum póstmódernista sæmir. Bragurinn um Eyjólf bónda er hefðgróin,
rímuð frásaga um bóndann sem sér einhyrning tilsýndar. Hann verður
gagntekinn af furðuskepnunni og eltir hana til handanheima og hittir Óðin
sjálfan. Minnir á rómantíska stefið um leitina að bláa blóminu.53 Ljóðið er
háleitt að sígildum sið, afar fallegt og lagið í stíl við það:
Nótt hnígur björt og bleikra ljósa
En blátt mun og daga liljumyrkrið ríkja …54
Mynstur sögunnar er díalektískt eins og oft gildir um sígildar sögur. Spenna
milli þess sem þráir að finna og hins hverfula viðfangs. Synþesa í lokin og
þó. Megas afbyggir (?) hið sígilda sagnmynstur með óvæntri setningu í
blálokin um Biblíufélagið sem gefur lúðri dómsdags gaum. Kannski það
tengist hinni gömlu hugmynd um einhyrninginn sem Kriststákn, Biblíu
félagsmenn hafa sjálfsagt áhuga á slíku. Enga slíka afbyggingu er að finna
í áðurnefndum bernskuminningum sem hann samdi í félagi við Þórunni
Erlu Valdimarsdóttur. Það er frábærlega vel skrifuð þroskasaga, fremur
hefðbundin í uppbyggingu. Margvísleg átök í lífi „Píslarinnar“ leiða til þess
að hún verður Megas. Andstæðurnar verða að sýnþesu. Meðal helstu and
stæðna má nefna þjóðlega íslenska menningu og alþjóðlega poppmenningu.
Sýnþesan er samruni þeirra í verkum Megasar.
Reyndar efast Skafti Halldórsson um að Megas sé hreinræktaður póst
módernisti.55 Ástæðan sé sú að hann taki siðferðilega afstöðu og glími við
formið með hætti sem sé módernískur. Það síðastnefnda útskýrir Skafti
ekki vel en eins og áður segir má telja eitthvað af lausamálstextum Megasar
móderníska. Hvað siðferði varðar þá er mér um megn að sjá nokkra velskil
greinda siðferðilega afstöðu í textum hans. Kannski einhverja samúð með
utangarðsmönnum og andúð á valdi, þó aðallega á fyrstu plötum hans. Ef