Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 128
F r i ð r i k R a f n s s o n
128 TMM 2015 · 4
efra) eru þau verk hans sem mest hafa verið lofuð og víðast hafa ratað en alls
hefur hann skrifað átta skáldsögur og fjögur sjónvarpshandrit á ferlinum
fram til þessa.
Flokkunarfræðivandinn
Það er alltaf snúið að flokka bókmenntaverk sem eitthvað er spunnið í og
það á sannarlega við bækur Pierre Lemaitre. Þetta eru spennubækur með
útpældum plottum, en um leið snýr hann upp á formið og vísar til annarra
höfunda sem hann hefur dálæti á, s.s. Bret Easton Ellis og James Ellroy,
eða kvikmyndaleikstjóra eins og Alfreds Hitchcock. Þess vegna hafa sumir
enskumælandi gagnrýnendur kallað bækur hans „metathrillers“, Frakkar
tala stundum um „pararomans policiers“ eða spennusögur sem eru á hærra
plani en gerist og gengur hvað stíl og efnistök varðar. Burtséð frá flokkunar
fræðunum er afar áhugavert að sjá hvernig hann nýtir sér frásagnaraðferðir
spennusagnanna til að leiða lesandann inn í heim þar sem hann tapar smám
saman áttum og hættir að gera skýran greinarmun á réttu og röngu. Nokkuð
sem getur jafnvel verið býsna óþægilegt meðan á því stendur, eða þangað til
lesandinn lýkur lestrinum og hverfur aftur til hins svarthvíta og notalega
örugga hversdagsleika …
Skýrt dæmi um þetta er Alex, en þar segir frá Alex Prévost, ungri og
fallegri konu. Dag einn mátar hún nokkrar hárkollur í verslun í miðborg
Parísar sér til gamans og tekur þá eftir því að ókunnur maður fylgist með
henni. Þegar hún er á heimleið sama kvöld veitir hann henni eftirför,
rænir henni og heldur fanginni í yfirgefnu vöruhúsi. Þar skipuleggur hann
hrottalegri pyntingar á henni en orð fá lýst … Lögregluforinginn Camille
Verhœven og menn hans hafa ekkert að fara eftir, engan grunaðan, vitnin
eru óörugg. Camille hefur reynt ýmislegt á ferlinum, en nú stendur hann
á gati. Hann verður að grafast fyrir um uppruna stúlkunnar, hver er hún?
Hvaða ógurlegu leyndarmál fylgja henni?
Fullþroska nýr höfundur
Eins og fram kom hér að framan var Lemaitre kominn yfir fimmtugt þegar
hann sendi frá sér fyrstu skáldsöguna. Hann var þá afar vel að sér í bók
menntum eins og sést á verkum hans, enda vísar hann hiklaust í ýmsa
meistara franskra og bandarískra spennubókmennta, en ekkert síður í klass
íska höfunda á borð við Louis Aragon, Marcel Proust og Boris Pasternak, eða
heimspekinginn og táknfræðinginn Roland Barthes.
Hann mætir því afar vel nestaður til leiks og sprettur því sem næst fram
sem alskapaður, fullþroska höfundur sem veit nákvæmlega hvað hann er að
gera og gerir það frábærlega. Þar kemur til einstakur hæfileiki hans til að
búa til atburðarás sem er hröð og óvænt, en er um leið hugleiðing um til