Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 129
D j ú p s p e n n u s a g n a h ö f u n d u r i n n P i e r r e L e m a i t r e TMM 2015 · 4 129 tekið meginefni: sjálfsmynd, kúgun, réttlæti/ranglæti, o.s.frv. Bækur hans eru því í senn sefjandi og afhjúpandi, spennandi og umhugsunarverðar. Það fer sjaldan saman og skýrir ef til vill hvers vegna hann hefur bæði náð vel til almennings og hins harða kjarna bókmenntafólks og fagurfræðinga sem geispa mæðulega þegar minnst er á spennusögur í þeirra viðurvist. Persónurnar í verkum hans eru dregnar skýrum dráttum, sérlega lág­ eða hávaxnar, gjarnan haldnar einhvers konar áráttu og hafa margar sína djöfla að draga eins og gengur, eru með öðrum orðum ærið skrautlegar en um leið manneskjulegar og skiljanlegar. En ef til vill er það stíll hans sem gerir útslagið. Hann hefur slíkt vald á tungumálinu að unun er að lesa bækur hans á frönsku og vonandi skilar það sér í íslensku þýðingunni. Hann notar það beinlínis eins og hljóðfæri og leikur á allan skalann, bæði vitsmuna­ og tilfinningaskalann. Svo ég haldi mig við þessa líkingu, þá má segja að flestir höfundar leiki á eitt og sama hljóðfærið, eða myndi ákveðinn hljóm eða andblæ. Lemaitre gengur mun lengra. Stundum skrifar hann stuttar og knappar, jafnvel hráar setningar, sleppir sögnum, hikar ekki við að nota slangur ef það þjónar aðstæðum. Skömmu síðar skiptir hann síðan yfir í allt aðrar aðstæður og brestur í langar og nákvæmar lýsingar sem sumar hverjar gætu staðið sem prósaljóð. Hér er dæmi um nákvæma lýsingu á aðstæðum sem eru hryllilegar en skrifaðar af slíku listfengi að þær eru nánast fallegar: Þegar Alex opnaði augun var rottan beint á móti henni, nokkra sentímetra frá andlitinu á henni, svo nærri að henni fannst hún vera þrisvar eða fjórum sinnum stærri en hún var í raun. Hún öskraði, rottan hrökk aftur á bak upp í körfuna, klifraði síðan snarlega upp á kaðalinn en var þar nokkuð lengi og velti fyrir sér hvað hún ætti að gera, þefaði í kringum sig til að meta hættuna. Og stöðuna. Alex hreytti í hana fúkyrðum. Rottan lét sem hún heyrði þau ekki, hékk í kaðlinum fyrir ofan hana með hausinn niður. Næst­ um bleikt trýnið, glampandi augun, skínandi feldurinn, hvít og löng veiðihárin og endalaust skottið. Alex var frosin af hræðslu, stóð á öndinni. Hún öskraði áðan, en þar sem hún var afar máttfarin varð hún að hætta því og þær horfðu heillengi hvor á aðra. Rottan er í um það bil fjörutíu sentímetra fjarlægð frá henni, hreyfingarlaus, fetar sig síðan varlega ofan í körfuna og byrjar að éta fóðurkögglana, en lítur af og til á Alex. Af og til er eins og hún fælist skyndilega, hrekkur aftur á bak eins og til að leita skjóls, en kemur nokkuð fljótlega aftur til baka, virðist vita að hún hefur enga ástæðu til að óttast Alex. Rottan er svöng. Þetta er fullorðin rotta, sennilega um þrjátíu sentímetra löng. Alex þrýstir sér út í búrvegginn, eins langt frá henni og hún getur. Hún starir á rottuna, frekar tilgangslaust því hún bægir henni ekki frá sér með þeim hætti. Rottan fetaði sig síðan í áttina til hennar. Að þessu sinni öskraði Alex ekki, heldur lokaði aug­ unum, grét með lokuð augu. Þegar hún opnaði þau aftur var rottan farin. Verið sæl þarna efra Haustið 2013 hlaut Pierre Lemaitre sem áður segir ein virtustu bók mennta­ verðlaun Frakka, Goncourtverðlaunin fyrir skáldsöguna Au revoir là­haut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.