Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 131
D j ú p s p e n n u s a g n a h ö f u n d u r i n n P i e r r e L e m a i t r e
TMM 2015 · 4 131
sem er snilldargóður og hugmyndaríkur teiknari, og föður hans sem er gall
harður viðskiptajöfur. Smám saman fer faðirinn, Péricourt, að sjá eftir því að
þeir feðgar skuli aldrei hafa náð saman. Hann fer að gruna að sonur hans sé í
raun og veru látinn og fær sterkar og sterkar á tilfinninguna að grunur hans
sé réttur. Spurningin sem leiðir lesandann áfram er svo þessi: tekst honum
að rekja slóð sonar síns?
Það er erfitt að flokka þessa skáldsögu Lemaitres, rétt eins og spennu
sögurnar hans, eða metaspennusögurnar eins og þær eru kallaðar og ef
til vill mætti þýða sem djúpspennusögur. Söguleg, sálfræðileg, félagsleg
skáldsaga, jafnvel skálkasaga í anda Don Kíkóta og Gerplu, allt gæti þetta átt
við þessa sögu sem þó er á ýmsan hátt byggð upp eins og spennusaga. Þannig
tekur Édouard þátt í ærið grófu fölsunarmáli ásamt Albert: útbýr kynn
ingarrit um minnismerki um fallna hermenn sem aldrei voru til og selur
það út um allt Frakkland… Og svindlið svínvirkar, þeir félagar græða á tá
og fingri. Komast þeir upp með þetta? Þar með fer af stað æsileg atburðarás
og kapphlaup við tímann, höfundurinn platar lesandann aftur og aftur og
endirinn er í hæsta máta grátbroslegur. Þetta er bók sem enginn meðal
höfundur gæti skrifað, enda hefur hún selst í bílförmum og verið marg
verðlaunuð frá því hún kom út fyrir réttum tveimur árum.
Pierre Lemaitre er brautryðjandi meðal frönskumælandi spennusagna
höfunda, og hefur með skáldsögum sínum numið nýjar lendur í frönskum
samtímabókmenntum.