Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 132
132 TMM 2015 · 4 Soffía Auður Birgisdóttir Kynferðis­ legt ofbeldi: krabbamein á þjóðarlíkama Steinar Bragi: Kata. Mál og menning, 2014 Þegar þessi orð eru skrifuð geisar í íslenskum blöðum og á bloggsíðum umræða um nýjar bækur íslenskra karla sem segja frá ofbeldi, andlegu og líkam­ legu. Tekist er á um hugtökin sannleika og lygi, staðreyndir og skáldskap, og ýmis vanhugsuð og ófögur orð hafa fall­ ið í hita leiksins. Ljóst er að um leið og umræðan snýr að kynferðislegu ofbeldi er kveikiþráðurinn stuttur og svo virðist sem ‚játningabækur‘ karla mæti nú álíka viðhorfi og slíkar bækur kvenna gerðu fyrir tveimur til þremur áratugum. Í sjónvarpsþætti er rætt við lögmann sem segir „allt of [mikla] umræðu um kyn­ ferðisbrot á Íslandi“ og telur jafnframt að „réttarkerfið á Íslandi í kynferðis­ brotamálum […] virki mjög vel. Sérstak­ lega fyrir brotaþola“.1 Slík staðhæfing er hlægileg, þótt málefnið sé grafalvarlegt, því allar tölur og rannsóknir benda til hins gagnstæða. Steinar Bragi hefur margítrekað að kveikja skáldsögunnar Kötu sé ekki síst fólgin í þessari stað­ reynd; hversu algengt kynferðisofbeldi sé á Íslandi, ekki síður en erlendis; hversu ófært dómskerfið sé um að taka á málefninu og hversu fátíðir og vægir dómar séu í málaflokknum. Hann nefn­ ir til sögunnar bók Þórdísar Elvu Þor­ valdsdóttur, Á mannamáli: ofbeldi á Íslandi, brotin, dómarnir, aðgerðirnar og umræðan (2009), sem hafi haft gríð­ arleg áhrif á sig og segist hafa skrifað Kötu af „réttlætiskennd“, að hún sé drifkraftur skrifanna.2 Það er þó ljóst að málefnið hefur brunnið á Steinari Braga lengur því skáldsaga hans Konur (2008) getur einnig talist innlegg í þessa umræðu. Báðar þessar skáldsögur lýsa, hvor á sinn hátt, sálfræðilegu og siðferð­ islegu hruni, um leið og þær taka með ögrandi og óvægnum hætti á stöðu kvenna í nútímasamfélagi. Í athyglisverðri grein sem Steinar Bragi birti á vefritinu Nei, 14. nóvember 2008, gerir hann tilraun til að greina vandann sem hann telur hrjá íslenskt samfélag á árdögum fjármálahrunsins og setur fram ögrandi hugmyndir og hvetur til byltingar. Rætur vandans sér hann í þeirri valdníðslu sem sprettur af því sem hann kennir við ‚karlmennsku‘ sem farið hefur úr böndunum: Vandinn er okkar allra, en uppruni hans virðist að einhverju leyti bundinn við karlmennskuna, þ.e. þá eiginleika harðsækni, þors og viljastyrks sem eru kenndir við karlmennsku (af hættulegri íslenskri þjóðernisást er talað um víkinga) og nánar tiltekið ofvöxt sem hleypur í óhamda karlmennskuna og gerir hana að dragbít á alla framþróun, eða eyðileggingarafli. Það er ekkert hættulegra á jörðinni en hvítur miðaldra karlmaður. Það þarf að hemja þá.3 Þessa óhömdu karlmennsku tengir Steinar Bragi við alfa­apa af ætt bavíana, sem eru „með agressífustu dýrum jarð­ D ó m a r u m b æ k u r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.