Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 4 133 arinnar“ og eru ættflokki sínum hættu­ legir; berja, nauðga og drepa ef þeir komast upp með það. Líkingin er svaka­ leg en Steinar Bragi segist sjálfur kann­ ast við þær hvatir sem um er að ræða: Ég er sjálfur hvítur karlmaður, allt að því miðaldra. Ég finn í mér heiftina. Ég veit ég get verið hættulegur. Eða á máli dýrafræðinganna: ég finn í mér alfa­til­ hneigingu, mig langar að upphefja mig á kostnað annarra, vera tilbeðinn, éta og drekka brennivín þar til ég æli, beygja aðra rækilega undir mig og drottna, hvaða nafni sem ég svo kalla það; mig langar oft að láta rækilega til mín taka þegar kemur að hvötunum […]4 Steinar Bragi hvetur til þess að brugðist verði hart við þegar slíkar hvatir skjóta upp sínum ljóta kolli, hvort sem er á sviði atvinnulífs eða einkalífs; á því velti velferð samfélagsins. Skáldsögurnar Konur og Kata mega kallast innlegg í baráttuna gegn valdbeitingu alfa­karlap­ anna; í báðum bókunum eru fulltrúar þeirra á ferli og svífast einskis til að framfylgja vilja sínum. Bækurnar hafa því skýrt pólitískt markmið og kann að vera að einmitt í þeirri staðreynd liggi ástæður þess hversu hörð umræða varð um þær báðar. En Steinar Bragi er snjall höfundur og það væri fráleitt að dæma bækur hans aðeins út frá pólitísku inn­ taki eða markmiði, án þess að ég vilji gera lítið úr því. Það er til að mynda ekki síður áhugavert að sjá hversu leik­ inn hann er í því að blanda saman ólík­ um gervum bókmennta; hvernig hann nýtir sér eiginleika spennu­ og glæpa­ sagna en vefur jafnframt raunsæi og fantasíu samanvið og leyfir textanum að ná ljóðrænum hæðum á köflum. Viðbrögð lesanda við báðum þessum skáldsögum voru blendin. Einn gagn­ rýnandinn komst þannig að orði um Konur að bókin væri „samtímahroll­ vekja sem sprottin væri upp úr íslenska gullæðinu í upphafi 21. aldar“5 enda má skilja frásögnina sem ádeilu á menn sem í krafti peninga yfirstíga öll mörk sið­ ferðis. En það eru ekki bara fjárglæfra­ menn sem Steinar Bragi beinir spjótum sínum að; í viðtölum sem tekin voru við hann þegar Konur kom út gagnrýndi hann einnig listamenn sem að hans mati tóku þátt í því spillta lífi sem gróð­ ærið fæddi af sér; listamenn stunduðu sjálfsritskoðun til að þeim yrði ekki hafnað af þeim sem áttu næga peninga til að borga brúsann. Plottið í Konum snýst um „listgjörning“ sem listamaður fjármagnaður af útrásarvíkingum útfærir á djöfullegan hátt og felur bein­ línis í sér pyntingar á konum og dráp á barni. Frásögnin af gildrunni sem aðal­ persónan, Eva, er leidd í er svo óhugn­ anleg að margir lesenda vörpuðu bók­ inni frá sér með viðbjóði og einn gagn­ rýnandi komst þannig að orði að bókin lýsti listinni „að pína konur“.6 Steinar Bragi hélt því hins vegar fram að vildi maður stuðla að breytingum á óþolandi ástandi yrði að bregðast við á óvæginn hátt og af krafti. Hinar ögrandi skáld­ sögur hans Konur og Kata eru hvor um sig liður í viðbragði höfundarins við þessu óþolandi ástandi. Varla fer hið pólitíska markmið Kötu fram hjá nokkrum lesanda. Frásögnin lýsir sálfræðilegu hruni hjúkrunarkon­ unnar Kötu í kjölfar hvarfs dóttur henn­ ar, sem síðar kemur í ljós að hefur verið nauðgað af þremur mönnum og í kjöl­ farið myrt, og síðan hvernig hún rís úr þeim sálarrústum þegar hún hefur fundið sína persónulegu leið til ‚réttlæt­ is‘. Sögð er breið saga af fjölskyldulífi, af hjónabandi sem ekki stenst álagið, af rannsókn lögreglu sem er hæg og þótt glæpurinn upplýsist nær armur laganna ekki til ofbeldismannanna vegna skorts á sönnunargögnum. Lýst er hvernig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.