Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2015 · 4 ásetningur Kötu að taka málin í sínar eigin hendur vex eftir því sem henni verður vangeta kerfisins betur ljós og bókinni lýkur á lýsingu á tilveru hennar í fangelsinu þar sem hún situr af sér dóm fyrir hefndarmorð á nauðgurunum og morðingjunum þremur. Þaðan svarar hún bréfum og sinnir viðtalsbeiðnum sem henni berast „frá innlendum og erlendum fjölmiðlum og fólki sem var að vinna ritgerðir við háskóla“. Og þangað berast henni fréttir af hefndar­ drápi tveggja norskra húsmæðra „sem þær sögðu innblásið af Kötu“ og „aðgerðahópi kvenna“ á Spáni sem stofnaður hefur verið í hennar nafni. Í viðtali við Nýtt líf hvetur hún til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi því þrátt fyrir tölulegar staðreyndir „er hvorki áhugi né vilji hjá helstu stofnunum samfélags­ ins til að gera meira en ræða það […] án teljandi árangurs.“ Kata lýsir ástandinu sem kynjastríði: „Meðan stríðið geisar og hundruð þúsunda okkar falla á hverju ári, hafna ég samræðu um hvort það eigi sér stað eða ekki. Það eina sem við þurfum að ræða eru aðgerðir til að breyta því. Mannrétt­ indi eins og þau eru skilin í dag miða að þörfum og áherslum helmings mann­ kyns: karla. Þeir tala um frelsi, réttlæti og bræðralag en á þessu veisluborði hug­ myndanna njótum við konur bara brauð­ molanna sem falla í gólfið. Meðan okkur er nauðgað, við erum drepnar, seldar mansali í milljónatali, barðar og sligaðar af körlum, og niðurlægðar svo aftur með viðbragðaleysi samfélagsins, þá höfnum við þessum karlmiðuðu hugmyndum. Þangað til við sitjum öll við sama borð og réttindunum er jafnt útdeilt setjum við fram okkar eigin áherslur: Vernd, refsingu og systralag.“ (513) Hið sálfræðilega niðurbrot hefur stuðlað að pólitískri vakningu Kötu og í bókar­ lok virðist hún sátt. Líf hennar hefur öðlast merkingu fyrir tilverknað hefnd­ arinnar en áður var það rúið tilgangi. Ákveðinn vendipunkt má greina í þróun persónunnar þegar komið er fram yfir miðja bók (kafli 48), þar sem hún veltir fyrir sér lífi sínu og spyr tilvistarlegra spurninga: Hvaða möguleiki átti kona eins og hún? Á miðjum aldri […] Fyrir hvað lifðu þau í millistéttinni? Á hverju þrifust þau? Leið þeim vel? Voru möguleikar þeirra, og Kötu sjálfrar, samofnar? Sætu þau gúglandi fram í dauðann? Spilandi Crazy bird­tölvuleiki? Hvaða merkingu höfðu þau í hinu stærra samhengi? – Sem neyt­ endur? Starfskraftar? Foreldrar? Sem hagvaxtarhvetjandi fjölgendur? Fyrir hvað lifði hún, Kata, sem hafði ekki þegar reynst rangt og/eða ófullnægjandi? Lifði hún af öðru en vana? – Blindri, ópersónulegri lífslöngun sem hún deildi með dúfum, burknum og músum? Eða hvað – í tilfelli miðaldra konu – endur­ speglaði betur stöðu hennar og fram­ tíðarhorfur en stéttin? (353) Niðurstaða Kötu er að hún geti ekki lengur afborið „venjulegt líf“, hún hafi „engu að tapa“ og verði „að feta veg athafna“ (356–357). Að öllum líkindum er það þessi þráð­ ur bókarinnar sem er hvað mest ögrandi og gefur tilefni til endalausra pælinga um hvort það að taka refsinguna í sínar eigin hendur sé siðferðislega ásættan­ legt. Hæpið væri að fullyrða að höfund­ ur sé á sömu skoðun og Kata, þótt hann láti hafa eftir sér í viðtali að óskin eftir að „drepa gerandann“ sé „eðlileg“.7 Lík­ lega geta flestir foreldrar ungra kvenna fundið þá ósk í eigin brjósti við slíkar aðstæður sem Kötu eru búnar. Hvort þeir myndu hrinda henni í framkvæmd er allt annað mál. Það sem situr helst eftir þegar bókin hefur verið lesin eru þó ekki endilega pælingar um hefndar­ ferlið og hinar hrikalegu lýsingar á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.