Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2015 · 4 konur.“ Tímarit Máls og menningar, 70. ár (4): 109–113. 7 Friðrika Benonýsdóttir. 11. okt. 2014. „Eðli­ legt að vilja drepa gerandann.“ 8 „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana.“ Fréttablaðið 9. nóv. 2015: forsíða. Úlfhildur Dagsdóttir Rúnir og sverð, goð og garpar Snorri Kristjánsson: Swords of Good Men, Blood Will Follow og Path of Gods. Jo Fletcher 2013–2015 Örlaganornin Skuld spinnur flókinn vef í fyrstu Valhallar­sögu Snorra Kristjáns­ sonar, Swords of Good Men. The Val­ halla Saga er þríleikur og í annarri bók, Blood Will Follow leikur Óðinn lykil­ hlutverk, hann er enn til staðar í þriðju bókinni, Path of Gods, en þar lætur Loki einnig til sín taka. Sagan gerist í Noregi árið 996 og lýsir átökum sem spretta vegna trúboðs Ólafs Tryggva­ sonar Noregskonungs, en ekki eru allir á eitt sáttir um að kasta hinum gömlu goðum fyrir róða. Ein aðalsöguhetjan er ungur Svíi, Úlfar Þormóðsson að nafni, en hann er á ferð (hálfnauðugur) með frænda sínum, sem er höfðingjasonur, sendur út til að sýna sig og sjá aðra. Síðasti við­ komustaðurinn er Steinvík við vestur­ strönd Noregs, en þar hefur verið reist heilmikil virkisborg. Steinvík er einnig áfangastaður Ólafs konungs, sem fer yfir Noreg og kristnar með góðu og illu, en til höfuðs honum hefur Skuld safnað saman óvígum her sem stefnir á Stein­ vík, sem er undir stjórn Sigurðar Ægis­ sonar, yfirlýsts stuðningsmanns Ólafs – sem þó hefur gætt þess að binda sig hvíta Kristi ekki um of. Allt endar þetta með ægilegum bardaga sem hefur gjör­ tæk áhrif á tilveru Úlfars og nýs vinar hans, járnsmiðsins Auðuns sem á sér erfiða fortíð. Í næstu bók kemur í ljós að það geisa ekki aðeins átök milli heiðni og kristni. Innan norrænu trúarinnar eru einnig átök, á milli þeirra fóst­ bræðra Óðins og Loka. Innstu myrkur norðursins geyma grimmd og galdur sem freistar þeirra sem þrá völd. Jafn­ framt hafa konungar Svía og Dana safn­ að saman her til að fara gegn Ólafi Tryggvasyni. Sú herferð er viðfangsefni þriðju bókarinnar. Jafnframt eykst illska norðursins og Úlfar og Auðunn í félagi við Sigurð Ægisson og hóp hans stefna þangað. Höfundurinn, Snorri Kristjánsson, er Íslendingur sem velur að skrifa á ensku. Áður en lengra er haldið langar mig að velta aðeins fyrir mér ástæðum þess. Augljósa skýringin er sú að með því að skrifa á ensku hefur höfundur mögu­ leika á að ná til mun stærri markaðar en hins íslenska.1 Fantasíur – eða furðusög­ ur, og þá sérstaklega grimmúðlegar dramatískar fantasíur með norrænu ívafi, – hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, og nægir að benda á kvikmyndanir á verkum Tolkiens og sjónvarpsþætti byggða á Krúnuleikum Georges R.R. Martin sem dæmi. Hluti þessara furðusagna er ætlaður yngri les­ endum en stór hluti er fyrir eldri les­ endur og þannig er um bók Snorra. En af einhverjum ástæðum hefur ekki tekist að skapa efni af þessu tagi kjörlendi á Íslandi. Fram hafa komið nokkrar íslenskar fantasíur, en þær eru aðallega ætlaðar yngri lesendum (sjá úttekt í Spássíunni haust/vetur 2013). Hluti af þessu er gefinn út af forlögum en hluti eru sjálfsútgáfur, eða útgáfur hjá litlum forlögum. Án þess að ætla að vera nei­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.