Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 138
D ó m a r u m b æ k u r
138 TMM 2015 · 4
Þannig er Úlfar, önnur aðalpersónan, í
raun ekki hluti af þessum átökum, það
bara vill svo til að hann er staddur í
Steinvík þegar árásin er gerð og berst
því með þeim. Sömuleiðis er fóstbróðir
hans, Auðunn (sem ekki er allur þar
sem hann er séður), ekkert endilega að
berjast gegn neinu sérstöku, hann er
frekar að berjast fyrir því að fá að vera í
friði. Þegar á líður söguna flækjast þeir
á milli fylkinga, en standa umfram allt
gegn því að hin myrku öfl taki völdin.
Í herbúðum þeirra sem ráðast gegn
Steinvík eru skipstjórarnir dæmigerðir
víkingar, sem hugsa aðeins um það að
ræna og rupla og valda sem mestum
usla, en þar er líka að finna öflugustu
kvenpersónu sögunnar, Þóru – sem
mögulega er þeirra grimmust. Önnur
kona er kynnt til sögunnar í miðbók
inni, bóndakonan Helga sem á í útistöð
um við stórbónda sem girnist bæði hana
og jörð hennar. Þar kemur Auðunn til
hjálpar. Leiðir þeirra liggja svo aftur
saman í þriðju bókinni, en þar kemur í
ljós að Helga er engin venjuleg kona og
ekki síður slyng í rúnagaldri en Egill
Skallagrímsson. Vissulega eru karlarnir
fyrirferðarmeiri – og fleiri – en kven
persónurnar, en þessum tveimur ólíku
konum eru þó gefin lykilhlutverk, auk
þess sem nokkur áhersla er lögð á að
fordæma meðferð víkinganna á konum.
Nornin Skuld, fulltrúi framtíðarinn
ar, er svo gott dæmi um hina kvenlegu
fláráðu fegurð, en í ljós kemur að henn
ar markmið eru heldur ekki öll sem þau
sýnast – og virtist mér þar glitta í tilvís
un í fantasíu Neils Gaiman, American
Gods (2001), en þar koma norræn goð
mögn einnig nokkuð við sögu. Reyndar
er heilmikið um tilvísanir í bókmenntir
og menningu af öllu tagi. Óðinn skiptir
reglulega um gervi og fer um í félagi við
tvo stóra hunda (sem standa fyrir úlfa
bræðurna Gera og Freka) og fráneyga
hrafna. Og líkt og í goðafræðinni er
Óðinn heilmikill bragðarefur, rétt eins
og Loki. Sjálfur er Loki græneygður og
sléttrakaður og eftir því sem á líður
eykst illska hans. Það er ljóst að ímyndir
þeirra eins og þær birtast í bókunum
sækja einnig nokkuð til bandarísku
myndasagnanna (og kvikmyndanna)
um Þór.
Reyndar er það eitt af því sem gerir
þríleikinn svo ánægjulegan, hvernig
Snorri leikur sér með viðfangsefnið og
nýtir sér jafnt sögu, goðsögu og nútíma
útgáfur. Þannig er hinn sögulegi bak
grunnur sem lýtur að trúboði Ólafs
Tryggvasonar og herferð Sveins tjúgu
skeggs Danakonungs í félagi við hinn
unga Ólaf konung úr Svíþjóð og Eirík,
son Hákonar hlaðajarls, byggður á
heimildum. Norrænu goðin fylgja
sömuleiðis sínum hlutverkum að mestu
– Óðinn er eineygður og nefnir sig iðu
lega Fjölni og Loki vill drífa í Ragnarök
um, en þó með fyrrnefndum tilvísunum
til nútímalegri útgáfa. Á sama hátt er
stíllinn blanda af nútímalegum hryss
ingi og fornlegu myndmáli sem sótt er í
heim norðursins: trén standa í þéttum
röðum sem minna á virkisvegg, skýin
eru í laginu eins og úlfar og fara hratt
yfir himininn (POG, 45). Sömuleiðis
koma úlfar, birnir og hrafnar reglulega
við sögu. Loks má ekki gleyma því að
það vetrar hægt og rólega í gegnum þrí
leikinn, með tilheyrandi snjókomu,
kulda og myrkri.
Bygging bókanna er með hefðbundn
um hætti, en hvort sem það er áhrifum
kvikmynda að kenna eða ekki (ég held
að svo sé) þá virðast þær fantasíur sem
mestra vinsælda njóta í dag þurfa að
ganga að stórum parti út á langa loka
orrustu. Þannig er fyrri hluti Swords of
Good Men (lokaorrusta ætti svo sem
ekki að koma á óvart með svona yfir
skrift) í raun bara undirbygging fyrir