Ófeigur - 15.05.1956, Page 7

Ófeigur - 15.05.1956, Page 7
ÓFEIGUR 5 Það er merkileg tilviljun, að hinn kunni hugsjóna- maður íslenzkrar leikmenntar, Indriði Einarsson, eign- aðist fyrir tengdasyni tvo mestu leikara, sem þjóðin hefur alið, Jens Waage og Ólaf Thors. Annar hreif fólkið með leik sínum í Iðnó, en hinn með störfum á þjóðarsenunni. Fyrir 30 ánun héldu sex þingmenn úr núverandi stjómarflokkum 1500 Húnvetningum ánægð- um, og allt að því hrifnum, á 12 tíma útifundi á Sveins- stöðum. Voru þar að verki Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Þórarinn Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson. I sumar sem leið sendu sömu flokkar æfða og snjalla ræðumenn til að tala við Húnvetninga. Þar voru við verkstjórn tveir Mbl.-menn og tveir Tímamenn. Báðri flokkar sendu 4 leikara á fundina, til að skemmta með söng, eftir- hermum og leiksýningum. Á tímabilinu frá 1925 till955 breyttist þjóðmálastarfið úr alvöru í gleðleik. Þessi stökkbreytni er nýmæli í þingstjórnarlandi. Það mundi vekja alheims eftirtekt, ef útvarpið tilkynnti í ensku fréttunum, að Eden hefði hitt að máli kjósendur sína, en ekki treyst á nægilegt fundarfylgi og þess vegna haft með sér fjóra loddara, þar á meðal leikara, sem hefði hermt ágætlega eftir Bevan. Næsta dag hefðu Bevansmenn haldið hliðstæða skemmtun á fundi í hans kjördæmi. Mikið þarf að breytast í Eng- landi áður en þessi leikmennt blómgast þar. Fjórar ættir hafa orðið voldugastar og valdamestar um alllanga stund hér á landi. Sturlungar hófust til mikilla áhrifa um 1200 með Hvamm-Sturlu, og gætti ættarinnar mjög í þrjá aldarfjórðunga, þar til Sturla Þórðarson andaðist. Veldi Stefánunga hófst með Ölafi Stephensen síðar stiptamtmanni, þegar hann giftist, laust eftir miðja 18. öld, hinni auðugu dóttur Magn- úsar Gíslasonar amtmanns. Forystu Stefánunga lauk með valdalokum Magnúsar Stephensen landshöfðingja 1904. Briemsættin hóf valdaferil sinn í byrjun 19. ald- ar með listamanninum og lögfræðingnum Gunnlaugi Briem á Grund í Eyjafirði, og er sú ætt enn fjölmenn og umsvifamikil. Thorsættin gerðist valdafjölskylda. í byrjun 20. aldar, þegar Thor Jensen varð stórútgerðar- maður. Síðan hvarf ættin frá sjónum og býr um sig

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.