Ófeigur - 15.05.1956, Side 23

Ófeigur - 15.05.1956, Side 23
ÓFEIGUR. 21 ur að kölska. Annars vegar auðtryggnin. Hins vegar lævísin. Nú breiddu kommúnistar yfir nafn og númer, hnupluðu kjörorði Hermanns og lýstu hreinlega yfir að þeirra ætlun væri að gera Alþýðusambandið að kommúnistafyrirtæki. Hafa kommúnistar og Hannibal Valdimarsson nú algjörlega hrifsað í sínar hendur vöru- merki hans „Vinstristjómina“. Þarf ekki um það að villast, að þeirra hugur er að sækja fast fram móti borgaraflokkunum, þar á meðal Framsókn, og skilja þar eftir rústir einar. * Eysteinn lagði spil sín á borð Framsóknarflokksins. Hann vildi gera nýtt bandalag, er hann nefndi Þriðja aflið. Þar skyldi Framsókn, Kratar og portfólk standa saman í næstu kosningum og vinna svo mikinn sigur, að þeir gætu stjórnað landinu án stuðnings frá Brynjólfi eða Ölafi. Ekki vildi hann þó loka dyr- um yfir til íhaldsins. Eysteinn réði lokasamþykkt í vamarmálinu. Skyldi heimta endurskoðun varnarsátt- málans og krefjast þess að Bandaríkin afhentu vamar- virkin í hendur íslendingum. Skyldu íslenzkir menn gæta herstöðvanna sem pakkhúsmenn, en ekki læra neitt til hermennsku. Ef ekki næðist samkomulag um það, að íslendingar héldu uppi hervörnum án her- manna, skyldu Islendingar segja upp varnarsamningn- um, spilla Atlantshafsbandalaginu og skilja landið eftir varnarlaust. Ameríkumenn mundu þá flytja lið sitt burt, en mannvirkin standa eftir mannlaus líkt og rústir Garðakirkju á Álftanesi. Hér leit byrvænlega út fyrir Brynjólfi. Kosningar hljóta að fara á þá leið, að Framsókn, Alþýðuflokkurinn, portfólkið og kom- múnistar hafi verulegan meirihluta á þingi. Island getur innan skamms orðið í senn gjaldþrota, vamar- laust og svift öllum tegundum frelsis. Nú víkur sögunni til þriðja manns, Vilhjálms Þór. Ræða hans var glögg og hiskurslaus. Hann vildi standa við orð og eiða í Atlantshafsbandalaginu og starfa með vestrænum þjóðum sem ráðsettur banda- maður menningarþjóðanna. Vilhjálmur er fyrrverandi forstjóri stærsta fyrirtækis í landinu og þjóðbanka- stjóri. Fullyrti hann að betur mundi henta fyrir fjár- mál ríkis og atvinnuvegi, að hafa enn um stund nokkr-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.