Ófeigur - 15.05.1956, Page 34

Ófeigur - 15.05.1956, Page 34
32 ÓFEIGUR aðilinn snýr sér að almenningsálitinu og freistar að skapa ákveðinn, réttlátan og þjóðhollan dóm um sak- arefnið. * Það vitnaðist, að líkindum úr prentsmiðju Ófeigs, að þar mundi verða birt ritgerð um málið. Ritstjóri Mánudagsblaðsins spurði hvort það væri rétt, að ég ætlaði að skýra frá umræddu sakarefni, og kvað ég það rétt vera. Blaðið skýrði síðan stuttlega frá samtali okkar, en með því hafði ritstjórinn, óviljandi, sama sem kveikt í púðurtunnu. Áhugi almennings fyrir mál- inu var svo eindreginn, að slíks eru ekki dæmi fyrr eða síðar um nokkurt prentað mál hér á landi. Þó að hér hefði verið um að ræða fyrstu útkomu Gunnars- hólma og Lofsöngs Matthíasar og almenningur hefði vitað um hvílíkir kjörgripir væru þar í boði, þá hefði áhuginn ekki getað verið ákveðnari en hann reyndist í þetta sinn. En hér var, því miður. ekki um að ræða ódauðlegt kvæði, heldur einfalda blaðamannslýsingu á frumstigi rannsóknar í okurmáli. En Reykvíkinagr létu ekki að sér hæða. Þó að mannfélagið gæfi enga skýrslu um Gunnarsbúð, þá vildu þeir fá, og það strax, þá litlu vitneskju, sem fáanleg væri um ástandið í Gunnars- búð. Þrír staðir komu á þessum dögum inn í sögu andlegra mála á íslandi. Steindórsprent, Tjarnargötu 4; Þorvaldur Sigurðsson bókbindari, Leifsgötu 4, og af- greiðsla Ófeigs, Laugavegi 7. Aðsóknin að öllum þess- um stöðum var svo mikil, þegar von var á ritlingnum „18 milljónir í Austurstræti“, að þar var hvergi vinnufært. Sérstaklega voru forráðamenn prentsmiðjunnar mjög fýsandi að fá ritið úr prentsmiðjunni, til að fá færri óboðná gesti innan um vélarnar. Þó tók fyrst steininn úr, þegar byrjað var að selja ritið. Var víða ös, en þó mest í blaðasölu Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti 18. Sú nýjung hefur aldrei gerzt hér á landi, að biðröð hafi myndast við einhverja stærstu bókabúð Reykjavíkur, til að fá sem allra fyrst handa milli prentað mál um viðburði dagsins í höfuð- staðnum. Þessi óvenjulegi áhugi spratt af því að al- menningi þótti dularfullt og óskiljanlegt, að hvorki

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.