Ófeigur - 15.05.1956, Qupperneq 34

Ófeigur - 15.05.1956, Qupperneq 34
32 ÓFEIGUR aðilinn snýr sér að almenningsálitinu og freistar að skapa ákveðinn, réttlátan og þjóðhollan dóm um sak- arefnið. * Það vitnaðist, að líkindum úr prentsmiðju Ófeigs, að þar mundi verða birt ritgerð um málið. Ritstjóri Mánudagsblaðsins spurði hvort það væri rétt, að ég ætlaði að skýra frá umræddu sakarefni, og kvað ég það rétt vera. Blaðið skýrði síðan stuttlega frá samtali okkar, en með því hafði ritstjórinn, óviljandi, sama sem kveikt í púðurtunnu. Áhugi almennings fyrir mál- inu var svo eindreginn, að slíks eru ekki dæmi fyrr eða síðar um nokkurt prentað mál hér á landi. Þó að hér hefði verið um að ræða fyrstu útkomu Gunnars- hólma og Lofsöngs Matthíasar og almenningur hefði vitað um hvílíkir kjörgripir væru þar í boði, þá hefði áhuginn ekki getað verið ákveðnari en hann reyndist í þetta sinn. En hér var, því miður. ekki um að ræða ódauðlegt kvæði, heldur einfalda blaðamannslýsingu á frumstigi rannsóknar í okurmáli. En Reykvíkinagr létu ekki að sér hæða. Þó að mannfélagið gæfi enga skýrslu um Gunnarsbúð, þá vildu þeir fá, og það strax, þá litlu vitneskju, sem fáanleg væri um ástandið í Gunnars- búð. Þrír staðir komu á þessum dögum inn í sögu andlegra mála á íslandi. Steindórsprent, Tjarnargötu 4; Þorvaldur Sigurðsson bókbindari, Leifsgötu 4, og af- greiðsla Ófeigs, Laugavegi 7. Aðsóknin að öllum þess- um stöðum var svo mikil, þegar von var á ritlingnum „18 milljónir í Austurstræti“, að þar var hvergi vinnufært. Sérstaklega voru forráðamenn prentsmiðjunnar mjög fýsandi að fá ritið úr prentsmiðjunni, til að fá færri óboðná gesti innan um vélarnar. Þó tók fyrst steininn úr, þegar byrjað var að selja ritið. Var víða ös, en þó mest í blaðasölu Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti 18. Sú nýjung hefur aldrei gerzt hér á landi, að biðröð hafi myndast við einhverja stærstu bókabúð Reykjavíkur, til að fá sem allra fyrst handa milli prentað mál um viðburði dagsins í höfuð- staðnum. Þessi óvenjulegi áhugi spratt af því að al- menningi þótti dularfullt og óskiljanlegt, að hvorki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.