Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Side 14
14 UMRÆÐA Sandkorn 22. mars 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Lífið getur verið bærilegt Ég var fimm ára þegar ég var tekinn af móður minni. Hún var ekki fær um að ala mig upp vegna veikinda. Hún glímdi við geðhvörf og alkóhólisminn eitraði huga hennar, svo stundum var ég í öðru sæti. Þrátt fyrir erfið veikindi var mamma oft góð. Við fórum í labbitúra, hún sagði mér sögur og einu sinni sagði hún: „Ef þú klippir af þér neglurnar og nærð að fylla heila krukku og setur þær hjá styttunni af Jóni Sigurðssyni, færðu allar þínar óskir uppfylltar.“ Svona var mamma, uppátækjasöm, fyndin, skemmtileg en líka mjög veik. Hún var líka ung og í sambúð með manni sem átti við áfengis- vanda að stríða. Þó þau væru oft góð við hvort annað breyttust þau stundum í myrkraverur. Þá var fjandinn laus. Og ég sá hluti sem ekkert barn á að verða vitni að. Einn daginn var amma Jóhanna mætt. Hún leiddi mig í burtu frá stóru rauðu húsi á Suðurgötu. Og allt í einu átti ég heima hjá afa og ömmu í Bolungarvík. Á sumrin voru þau á Dröngum. Það birti til en stundum saknaði ég mömmu. Á sumrin var ég á Dröngum og Seljanesi. Afi og amma áttu fjórtán börn og ég varð fimmtánda barnið. Á Dröngum tíndum við stundum sprek í eldinn. Þá var sólin kannski að setjast og sólrákin náði upp í landsteina og krían var þarna á sveimi að kljúfa djúpið upp á við með síli í gogginum og amma sagði: „Ég hef aldrei drepið neina lifandi veru um ævina, nema flugu og það var óvart.“ Svona var hún amma mín góð. Hún hafði mjúkar hendur og hljómfagra rödd. Amma las fyrir mig á hverju kvöldi þar til ég sofnaði. Hún færði mér kakó í rúmið. Þegar faðir minn hóf svo sambúð með fósturmóður minni var ég orðinn svo fordekraður að þegar mér var fengið það hlutverk að raða skónum og taka til í herberginu mínu strauk ég að heiman. Ef ég sullaði á matarborðið á Dröngum, uppstúf eða sel og bræður pabba skömmuðu mig, sagði amma: „Hann er nú örvhentur greyið.“ Afi minn, Kristinn frá Dröngum, var oft uppi í herbergi að lesa Íslendingasögurnar, hlusta á veðurfréttir eða flá sel niður á hlein eða spjalla við æðar kollurnar. Þegar við vorum á Dröngum var enginn tími. Við vöknuðum þegar við vorum búnir að sofa. Hann sagði að það væru engin rök til fyrir því að menn ættu ekki að geta lifað í samfélagi nema að eiga margfalt á við aðra. Það væri ekkert sem réttlæti það. Og það er satt. Þegar við sátum síðan að spjalla mörgum árum síðar og hann var með krabba- mein og að deyja, sagði hann að forvitnin væri farin og þess vegna væri þetta orðið gott. Svo bætti hann við: „Jæja, Kristjón minn. Nú er þetta orðið gott hjá okkur. Ég þarf að halda áfram að drepast.“ Svo kvöddumst við. Hann dó. Og svona var afi minn. Og síðan líður tíminn. Lífið var bærilegt. Ég var í íþróttum, unglingalandsliði, stofnaði körfu- boltalið þegar ég var 15 ára sem hefur spilað úrslitaleik í Laugar- dalshöll. Ég ætlaði að verða lands- liðsmaður í knattspyrnu. En síðan byrjaði ég að drekka áfengi. Þá drakk ég áfengi af sömu áfergju og mamma hafði gert. Ég var fljótur að týna sjálfum mér. Eftir tvö ár var ég á götunni og svaf í yfirgefnum húsum. Ég var beittur kynferðisofbeldi í eitt skipti. Það fyllti hausinn á mér af reiði. Og ég hætti að vera góður. Ég varð týndur. Allt snerist um næsta skammt. Í undirheimunum sá ég líka hluti sem enginn ætti að verða vitni að. Ég reyndi að komast til baka en á endanum gafst ég upp. Ég sagði foreldrum mínum að ég ætlaði að verða glæpamaður og dópisti. Ég var þreyttur á að valda þeim vonbrigðum. Ég hafði dæmt sjálfan mig úr leik og trúði ekki á leiðina til baka. En einn daginn tókst það, nokkrum árum síðar. Síðan þá hef ég eignast fallegustu börn í heimi, skrifað nokkrar bækur og fyrir tilviljun villtist ég inn í fjölmiðlaheiminn. Það var árið 2012 sem ég var ráðinn á Pressuna. Ég elskaði vinnuna. Ég var í vinnunni nánast allan sólar- hringinn. Tveimur árum síðar var ég orðinn ritstjóri. Tveimur árum eftir það var mér boðið að verða ritstjóri DV þar sem ég starfaði með snillingnum Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Ári seinna var ég ráðinn aðalritstjóri. Það var ótrúlegur heiður að fá að gegna þessari stöðu. Ennþá meiri heiður að fá að vinna með blaðamönnum sem ég hafði borið mikla virðingu fyrir. Þá fylltist ég ánægju við það að kenna öðrum blaðamönnum. Fjölmiðlar hafa breyst á þessum tíma eins og gengur. Fjölmiðla umhverfið er dapurt og ósanngjarnt þar sem einn miðill fær allt upp í hendurnar. Og á ritstjórnum fækkar fólki. Það er alltaf erfitt að sjá góða vini og félaga fara. Það kemur maður í manns stað. En stundum kemur enginn í staðinn. Við eigum marga góða blaðamenn og sýn fólks á stéttina er oft meingölluð. Það leggur enginn á sig margra ára nám til að fá ömurlegar tekjur með það að markmiði einu að safna ip- -tölum. Ég er í blaðamennsku til að segja fréttir. Til að segja sögur. DV bar Braggamálið á herðum sér og Klaustursmálið ásamt Stundinni. Fleiri mál væri hægt að tína til. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Þeir eru fjórða valdið. Grundvöllur fyrir lýðræðislegri umræðu. En síðan er líka mikilvægt að segja sögur. Sögur fólks. Sögur af sorg og sigrum. Og þess vegna kem ég aðeins inn á mína sögu hér. Ég hef skrifað um mín erfiðustu augnablik í pistlum og eins farið í viðtöl. Ég segi mína sögu í þeirri von að einhver sem hefur villst af leið fái aftur trú á sjálfan sig eða sjái möguleika á að eiga bærilegt líf. Og þess vegna segi ég það enn og aftur: Lífið getur verið bærilegt. Og eins og afi sagði, þá skiptir forvitnin máli. Á meðan hún er enn til staðar þá er engin ástæða til að leggjast upp í rúm og halda áfram að drepast. n Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Fær Már feitan tékka við starfslok? Már Guðmundsson seðla- bankastjóri vekur nú athygli á að seðlabankastjóri hafi setið eftir í launaþróun miðað við aðra æðstu embættismenn. Hafi munurinn ekki verið meiri í áratugi. Már, sem gegnt hefur embættinu í tíu ár, hættir á árinu og nýr seðlabankastjóri verður skipaður þann 20. ágúst. Segist hann nefna þetta fyrir samkeppnishæfi bank- ans. Ef laun bankastjóra dragist aftur úr verði erfitt að manna stöðuna. Nefnir hann sérstaklega að skoðun á laun- um seðlabankastjóra hafi síð- ast verið gerð fyrir sjö árum. Ef farið yrði í sérstaka skoðun á laununum og þau hækkuð verulega myndi það væntan- lega verða afturvirkt. Gæti Már þá átt von á feitum tékka við starfslok. Ysta hægrið sækir að Þjóðkirkjunni Sá stuðningur og aðstoð sem Þjóðkirkjan hefur veitt hælis- leitendum sem mótmæltu við Austurvöll hefur valdið mikl- um kurr yst á hægri vængnum. Vanalega er það sá hópur sem styður kirkjuna hvað dyggast. Ólafur Ísleifsson, þing maður Mið- flokksins, kallaði Dómkirkjuna almenningsnáðhús. Hinn þekkti bloggari og tollari Guðbjörn Guðbjörnsson sagði sig úr Þjóðkirkjunni með látum. Hann sagði: „Hef nákvæm- lega engan áhuga á að borga skeinipappír fyrir meðlimi No Borders.“ Gústaf Níelsson sagði að dómkirkjuprestur og biskup væru „sporléttir með skeini- pappírinn“. Þá hafa sams konar skilaboð heyrst frá báðum þjóðernissinna flokkunum, Þjóðfylkingu og Frelsis- flokknum. Kirkjan þarf þó ekki að örvænta vegna þessa. Ysta hægrið getur tæp- ast talist fjölda- hreyfing. Spurning vikunnar Á bólusetning að vera skylda? „Já, ég held það.“ Ingvar Breiðfjörð „Já.“ Þórður Björnsson „Já.“ Natalie Gunnarsdóttir „Já.“ Ásrún Traustadóttir Orðið á götunni: Litaleikir Hannesar N ýútkomnar æviminn- ingar Helga Magnússon- ar, Lífið í lit, eftir sagn- fræðinginn Björn Jón Bragason hafa heldur betur hrist upp í þjóð félagsumræðunni. Í bókinni rifjar Helgi upp sögu af Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni sem fékk styrk frá Sam- tökum iðnaðarins til að gera heimildarmynd um umhverfi- svæna atvinnustarfsemi. Helgi, sem var formaður, veitti Hannesi eina milljón króna. Myndin átti að heita Græna hag- kerfið en hefur ekki enn litið dagsins ljós. Hannes hefur þrætt fyrir þetta og sagst hafa þegið peningana til að skrifa greinar í Þjóðmál og önnur tímarit. Ljóst er hins vegar að Samtök iðnað- arins ætluðu ekki að styðja við greina- skrif. Höfðu samtökin skýra stefnu um að veita aðeins styrki til að efla atvinnu- líf í landinu. Hannes er ekki hættur í litaleikjum sínum. Nýverið greindi hann frá því að hann væri á leiðinni til Póllands á alþjóðlega ráðstefnu. Umfjöllunarefnið eru auðlindir hafsins og öryggi á hafi úti, eða „bláa hagkerfið“ eins og Hannes kallar það. Orðið á götunni er að það ætti að vera hægt að næla í einn styrk eða tvo þar. „Ég hafði dæmt sjálfan mig úr leik og trúði ekki á leiðina til baka“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.