Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Side 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 22. mars 2019 M álefni útlendinga hafa verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Í þeirri umræðu hefur séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, tekið virkan þátt og lagt sín lóð á vogarskálarnar. DV ræddi við Toshiki um uppvöxt- inn í Japan, komuna til Íslands og hvernig málefni útlendinga hafa þróast síðan hann kom hingað fyr- ir 27 árum. Varð undir í samkeppni Séra Toshiki Toma fæddist árið 1958 í Tókýó í Japan og bjó þar í rúmlega þrjátíu ár. Faðir hans starfaði sem geðlæknir og móðir hans sem húsmóðir. Toshiki á einn eldri bróður sem enn býr í Japan. Faðir Toshikis lést fyrir fimm árum og Toshiki segir það mikla gæfu að hann hafi náð svo háum aldri. Árið 1945 var hann kvaddur í herinn en seinni heimsstyrjöldinni lauk tveimur vikum áður en hann átti að fara á vígvöllinn. „Hann var aðeins nítján ára gamall. Ef hann hefði farið í bar- daga hefði hann dáið. Á þessum tíma var stríðið orðið örvæntingar- fullt og ungir hermenn sendir í sjálfsmorðsárásir,“ segir Toshiki. Hvernig var Japan þegar þú varst að alast upp? „Ég þekkti ekki fátækt eftir- stríðsáranna. Það var mikill upp- gangur í landinu þegar ég var að alast upp. Á meðal barna og ung- linga var mjög hörð samkeppni um að komast í bestu mennta- og háskólana. Ég komst í góðan menntaskóla og stefndi á feril í stjórnmálafræði en þá hófust mín vandræði. Flestir aðrir nemend- ur voru duglegri en ég. Þó að ég lærði og lærði voru einkunnirnar mínar ekki háar og ég varð undir í samkeppninni. Þá fór ég að hugsa um hver væri tilgangur minn.“ Toshiki komst inn í sæmilegan háskóla. Hann hafði mikinn áhuga á sósíalisma og tók þátt í stúd- entapólitíkinni. Á háskólaárunum opnuðust augu hans einnig fyrir kristinni trú og þar fann hann sinn tilgang. Toshiki er sá eini í sinni fjölskyldu sem er kristinn. Hann segir að þetta hafi komið móð- ur hans nokkuð á óvart en hún sé ekki mjög trúuð. Faðir hans var shinto-trúar en studdi son sinn eindregið á þessari vegferð. Stefnan var hins vegar enn sett á stjórnmálin. Í þrjú ár eftir há- skólann starfaði Toshiki í verka- mannahreyfingunni. Hann seg- ir það hafa verið góðan tíma en kirkjan hafi togað í hann. „Ég held að ég hafi verið of ein- lægur maður til að lifa af í pólitík- inni,“ segir Toshiki og glottir út í annað. „Í japönskum stjórnmál- um þarf maður að ljúga og mis- nota fólk. Því ákvað ég að fara í prestaskóla.“ Áfram á Íslandi eftir skilnað Skömmu fyrir útskriftina í presta- skólanum fékk Toshiki tækifæri til að heimsækja landið helga. Sænska kirkjan hélt tveggja mánaða nám- skeið og bauð guðfræðinemum víðs vegar að úr heiminum að koma til Jerúsalem. Þar kynntist hann séra Helgu Soffíu Konráðs- dóttur og eftir hálft ár giftust þau og fluttu til Japan. Toshiki fékk prestsstöðu í borginni Nagoya og þar bjuggu þau í tvö ár. Hann segir að þetta hafi ekki hentað þeim vel og engin tækifæri fyrir Helgu að þjóna sem prestur. Þau gerðu frekar ráð fyr- ir að hafa jöfn tækifæri á Íslandi og því fluttu þau árið 1992. Voru það viðbrigði að flytja til Íslands? „Það var ekki auðvelt. Sam- skipti á milli Íslands og Japan voru ekki jafn auðveld og í dag á tímum netsins. Foreldrar mínir sendu mér dagblöðin í pósti en það tók um mánuð að fá þau í hendur. Á þess- um tíma var Helga ekki með fasta vinnu og ég var að læra tungumál- ið. Sonur okkar var eins árs, eftir tvö ár, annað barn á leiðinni.“ Fjölskyldan bjó í Keflavík til að byrja með, síðan á Snæfellsnesi og loks fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Helga fékk fasta vinnu í Há- teigskirkju. Tækifærin buðust Tos- hiki þegar hann hafði fengið ís- lenskt prestaleyfi árið 1997. Þá tók hann við stöðu prests innflytjenda, sem var tilraunaverkefni á vegum kirkjunnar. Hvað tók það þig langan tíma að aðlagast landinu? „Það gerðist smátt og smátt og ekki hægt að segja nákvæmlega til um það. Ég get þó nefnt eitt dæmi um hvenær mér fannst ég vera orðinn Íslendingur. Í Japan seg- ir fólk ekki nei í venjulegum sam- skiptum, það þykir dónaskapur. Japanir segja alltaf já en viðmæl- andinn verður að átta sig á merk- ingunni eftir því hvernig það er sagt. Já þýðir já og nei þýðir nei á Íslandi. Ég þurfti að aðlagast þessu og læra að segja nei. Þegar ég fór í sumarfrí til Japan fannst fólki ég vera orðinn hvass og þá sá ég að ég var orðinn meiri Íslendingur en áður.“ Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Kirkjan verður að leggja sitt af mörkum fyrir flóttamenn“ n Toshiki Toma er prestur innflytjenda n Áfram á Íslandi eftir skilnað n Bænastundir og beinar aðgerðir MYND HANNA/DV Prestur innflytjenda Séra Toshiki fagnar auknum stuðningi kirkjunnar við málaflokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.