Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Side 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 22. mars 2019 K ristján Berg Ásgeirsson, sem rekur Fiskikónginn, steig nýverið fram og ræddi reynslu sína af fíkniefnum og dóm sem hann hlaut árið 1996. DV ræddi við Kristján um þetta mál og einnig æskuna, frægðina og slysið sem breytti lífsviðhorf- inu. Nú er langt um liðið, hvað fær þig til þess að koma fram núna? „Ástæðan er einföld,“ seg- ir Kristján. „Mér hefur liðið illa út af þessu máli. Þetta hefur setið á minni sál í rúmlega tvo áratugi og ekki liðið sá dagur að mér verði ekki hugsað til þessa. Þetta hefur verið þung byrði að bera og það hefur verið erfitt fyrir mig að fyrir- gefa sjálfum mér að hafa leiðst út í þetta. Einnig vill ég koma fram og kenna börnum mínum að það getur verið í lagi að gera mistök, ef maður lærir af þeim, og ef mistök- in verða stór, eins og í mínu tilfelli, þá er alltaf hægt að snúa blaðinu við og byrja upp á nýtt. Að ræða hlutina opinskátt er viss þáttur í því að viðurkenna mistök sín og reyna að bæta sjálf- an sig. Einnig er ég mjög þakklát- ur DV, ásamt öðrum fjölmiðlum, fyrir að sýna mér tillitsemi, en það hefði verið hægt að taka mig af lífi í fjölmiðlum fyrir löngu með nei- kvæðum fréttaflutningi. Ég hef alltaf svarað því til að ég eigi eftir að veita viðtal, en ég verði að velja minn tímapunkt sjálfur, og mér fannst það bara henta vel núna. Ég óska þess bara að fólk geti jafnvel lært af mínum mistökum.“ Breiðhyltingur í húð og hár „Ég er fæddur í Reykjavík árið 1971, á tvær systur, þær eru tví- burar og tveimur árum yngri en ég. Ég var ættleiddur þegar ég var fjögurra til fimm ára og Ásgeir er því pabbi minn. Uppeldið fór fram í Breiðholtinu, en ég bjó þar í tutt- ugu ár. Fyrst í Fellahverfi í fimm ár, en svo fluttumst við í Seljahverfið og gekk ég í Seljaskóla. Ég er því Breiðhyltingur og er bara virkilega stoltur af því,“ segir Kristján. Hvernig var æskan? „Sem krakki og unglingur var ég frekar lífsglaður, var mikið í íþróttum, t.d. fótbolta, bar út DV í mörg ár og var svo að vinna við að rukka á kvöldin smáauglýs- ingar, sem birtust í DV á sínum tíma. Þá voru ekki til neinir posar, kreditkort, eða tölvur. Fólk pantaði smáauglýsingar í gegnum síma og ég mætti svo viku seinna og inn- heimti fyrir DV. Ég gekk því hús úr húsi í Breiðholtinu og hef kom- ið að ég held, inn í hverja einustu blokk, hvern einasta stigagang, og sennilega 90 prósent af öllum húsum í Breiðholtinu. Ég þekki Breiðholtið betur en fingur mína. Ég var frekar stríðinn, fannst gam- Fiskikóngurinn Kristján Berg hefur ekkert að fela n Hlaut dóm fyrir alsælusmygl n Erfitt að fyrirgefa sjálfum sér n Sögusagnirnar meiða n Skíðaslys eiginkonu breytti sýn á lífið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.