Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Page 28
Allt fyrir dýrin 22. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Chris Christensen vörur fyrir heilbrigðan og fallegan feld Heildsöluna 4 loppur stofn-aði Svana Runólfsdóttir árið 2014 og kom Hallgerður Kata Óðinsdóttir síðar að rekstrinum. Verslunin einblínir á snyrtivörur og aðrar feldvörur fyrir gæludýr. Tveimur árum síðar opnuðu þær vef verslun með vörunum. Í dag er hægt að nálgast vörurnar í ýmsum sérverslunum fyrir gæludýr og á vefsíðunni 4loppur.is. „Ég er sjálf mikil áhugamanneskja um feldhirðu hunda. Ég var með sýningahunda og hafði lengi leitað að góðum vörum fyrir þá. Því miður fannst mér oft vanta réttar vörur. Einnig fannst mér vanta upp á þekkingu starfsfólks sérverslana sem seldu feldhirðuvörur. Það var ekki fyrr en ég komst í tæri við frábær- ar amerískar hárumhirðuvörur fyrir hunda, ketti, hesta og aðra loðna vini, sem ég fann loks það sem ég hafði verið að leita að,“ segir Svana. Ýkt góðar vörur Chris Christensen vörurnar koma frá Texas. „Það er satt sem þeir segja um Texas, þar er allt mjög ýkt, og þeir hjá Chris Christensen leggja mjög ýkta áherslu á að framleiða bestu mögulegu vörur sem völ er á. Okkur þykir líka mikill kostur að þeir prófa ekki vörurnar á dýrunum fyrr en búið er að prófa þær á mannfólki.“ Vörurnar frá Chris Christensen eru vandaðar og góðar vörur sem skila frábærum árangri til langs tíma. Réttar vörur fyrir allan feld Þegar kemur að sýningadýrum er sérstaklega mikilvægt að nota réttar vörur. Hundar eru t.d. með fjórar feldtegundir sem eru mismunandi eftir hundategundum og vörurnar frá Chris Christensen uppfylla þarfir allra þessa feldgerða og meira til. Sýningahundar geta því uppfyllt öll keppnisskilyrði um útlit og heilbrigði feldsins. Sama gildir um sýningaketti og -hesta. Það þarf að velja réttar vörur til þess að fá rétta útkomu og rétt feldástand sem hentar dýrinu og tegundinni. „Vörurnar frá Chris Christensen eru notaðar í sýningum víðast hvar í heiminum og eru þær afar vel liðnar innan sýningageirans. Fjöldi sýningahunda og katta, sem vörurnar hafa verið notaðar á, hafa til að mynda hlotið verðlaun í keppnum.“ Ekki gott að nota rangar vörur Útlit feldsins er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli. „Við finnum það sjálf á eigin hársverði að þegar við notum hárvörur svo sem hársjampó eða næringu sem er ekki hönnuð fyrir okkar hárgerð, þá getur það haft miður góðar afleiðingar í för með sér. Það sama gildir um feld hunda, katta, hesta, kanína og annarra dýra. Ef notað er rangt sjampó getur það orðið til þess að hundinn fer að klæja í húðina, hann fær flösu eða annars konar húðvandamál. Hunda getur líka klæjað ef feldurinn er ekki vel skolaður og þrifinn eftir sjóböð. Þetta eru vinir okkar og auðvitað viljum við að þeim líði vel í feldinum og húðinni. Auk þess sem við klöppum þeim og margir sofa með dýrið uppi í rúmi hjá sér. Þá er það mikill kostur að feldurinn sé heilbrigður og þægilegur viðkomu, en ekki allur klepraður og feitur.“ Breitt vöruúrval fyrir mismunandi feldi og árstíðir Einnig skiptir máli hvaða vara er notuð á feldinn út frá því hvaða árstíð er. Á veturna getur hársvörðurinn þurrkast upp og því þarf mildara sjampó og mýkri næringu. Á sumrin getur sólin upplitað feldinn auk þess sem dýrin geta líka brunnið í sólar- geislunum. „Þá eigum við feldnæringu með sólarvörn. Einnig er til sjampó sem skerpir á hvítum feldi og önnur sjampó sem skerpa aðra liti feldsins. Við leggjum upp með að bjóða upp á breitt úrval fyrir öll dýr með feld. Við viljum selja rétta vöru sem hentar hverju dýri fyrir sig. Við byggjum upp vöruúrvalið jafnt og þétt því við leggjum áherslu á að prófa allar vörur sem við seljum. Gæðin skipta okkur öllu máli og við viljum geta leiðbeint og mælt með réttum vörum fyrir rétt dýr.“ Gæði trompa magn! „Chris Christensen vörurnar eru hágæða feldhirðuvörur. Raunin er sú að vörurnar eru alls ekki dýrar ef litið er á notagildið. Suma sjampóbrúsa má blanda saman við magn af vatni sem er allt að fimmtíu sinnum meira en magn brúsans segir til um. 1 dl af sjampói verður þá 51 dl af nothæfri feldvöru. Það er því ljóst að úr einum brúsa fæst a.m.k. 50 sinnum meira magn af vöru heldur en magn brús- ans segir til um.“ Sölustaðir Chris Christensen feld- hirðuvara: Dekurdýr, Dýraríkið, Landstólpi á Egilsstöðum, Hundasnyrtistofan Hundaheppni, Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar á Akureyri og 4loppur.is Fylgstu með á Facebook: 4Loppur Sími: 695-8581 Netpóstur: loppur@outlook.com 4 LOPPUR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.