Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Síða 40
Brot af því besta 22. mars 2019KYNNINGARBLAÐ LAUGIN: Heiti potturinn og allt fyrir hann Laugin ehf. hefur starfað frá árinu 2012 og er í dag einn helsti sölu- og þjónustuaðili í heitum pottum og skyldum vörum. Jafn- framt býður Laugin ehf. upp á alhliða viðgerða- og viðhaldsþjónustu fyrir eigendur allra heitra potta og sund- lauga, gildir einu hvar pottarnir hafa verið keyptir. Viðgerðar- og viðhalds- vinnu sinna eingöngu fagmenn en hjá fyrirtækinu starfa pípulagninga- meistari og rafeindavirki. Laugin sinnir víðtækri þjónustu fyrir einka- og almenningssundlaugar með hreinsiefni, dælur, sandsíur, varahluti og fleira, jafnframt því að sinna breytingum og viðhaldsvinnu fyrir sundlaugar. Laugin býður upp á gott úrval fylgi- og varahluta í flestar gerðir potta, meðal fylgihluta má nefna: Tröppur, lokalyftur, síur, hitamæla, háfa, klór- skammtara, fljótandi glasabakka og ýmislegt fleira. Og meðal varahluta eru t.d. dælur, hitaelement, barkar, nuddstútar, kúlulokar og margt fleira. Úrvalið er mikið og fróðlegt að skoða það í vefversluninni á laugin.is eða í versluninni sjálfri að Smiðjuvegi 4. En hér er vert að nefna annars vegar hina rómuðu heitu potta Cald- era Spas frá Bandaríkjunum. Þetta er eitt þekktasta merkið í bransanum og hafa pottarnir verið fáanlegir á íslandi í hátt í 15 ár, en þeir voru áður seldir í Byko. Caldera Spa-pottarnir eru mjög hátt metnir í erlendum fagritum. Laugin býður upp á mikið úrval hreinsiefna en þar ber helst að nefna Aqua Finesse Hot Tub, umhverfis- væna hreinsiefnið frá Special Water Europe. Vinsældir Aqua Finesse stafa af því hversu árangursríkt og ein- falt það er í notkun. Góð umhirða og viðhald eru mjög mikilvægir þættir fyrir góða endingu heitra potta. Ef þú hefur verið að eignast heitan pott eða ert ekki alveg klár á hvernig best er að sinna umhirðu, þá er hægt að kíkja við í Lauginni eða bara hringja og fá ráðgjöf. Laugin rekur öfluga vefverslun á vefsvæðinu laugin.is sem kemur sér vel fyrir þá sem búa á landsbyggð- inni og geta keypt sér á netinu heita potta, rekstrarvörur og varahluti á hagstæðu verði, og ef þeir eru á ferðinni í Kópavogi er um að gera að kíkja við og versla og fá góð ráð í kaupbæti. Flestir viðskiptavinir fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu koma hins vegar í verslunina og gera sín innkaup þar og fá í leiðinni góða, faglega ráðgjöf. Meðal umboða: Caldera Spas, Fantasy Spas, Aqua Finesse, Bayrol, Pleatco, Waterway, ACC, Procopi, Poolmaster, o.fl. Laugin er sem fyrr segir til húsa að Smiðjuvegi 4 og er opið virka daga frá kl. 9 til 17.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.