Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Síða 56
56 22. mars 2019EYJAN MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS Í REYKJANESBÆJARhjarta Hér búa ráðherrarnir - Bjarni býr best F imm búa í Reykjavík, einn í Garða- bæ og einn í Kópavogi. Þrír eru skráð- ir með lögheimili utan höfuðborgar- svæðisins en það eru Ásmundur Einar Daðason, sem er með lögheimili í Borgarnesi, Kristján Þór Júlíusson, sem er með lögheimili á Akureyri, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem er með lögheimili á Flúð- um. DV tekur í dag saman staðlaðar upplýs- ingar um ráðherrana. Meðalaldur þeirra tæp 47 ár. Sá elsti er 56 ára, Sigurður Ingi Jó- hannsson, en sá yngsti 31 árs, Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir. Ráðherrarn- ir eru allir, fyrir utan Guðmund Inga Guðbrandssson, í skráðri sambúð, sam- kvæmt Þjóðskrá. Til gamans tók DV saman skráð fast- eignaverð, en allir búa ráðherrarnir í eig- in íbúð. Ekki fæst séð að neinn þeirra sé á leigumarkaði. Fasteignaverð gefur þó ekki nema grófa hugmynd um verðgildi eignar- innar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er nýskip- aður dómsmálaráðherra, en hún tók við embættinu tímabundið 14. mars eftir af- sögn Sigríðar Á. Andersen. Ljóst er því að Þórdís mun hafa nóg á sinni könnu, þar sem starfstitill hennar felur nú í sér fjóra ráðherratitla. Ráðherrarnir búa flestir í sérbýli, ef Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Jakobs- dóttir og Svandís Svavarsdóttir eru undan- skilin, þau búa í fjölbýlishúsi. Þá býr Lilja Alfreðsdóttir í raðhúsi. Vel fer á því að fjármála- og efnahagsráð- herrann, Bjarni Benediktsson, búi í þeirri eign ráðherranna sem hefur hæsta fast- eignamatið en það hleypur á tæpum 166 milljónum króna. Að meðaltali eru fasteignirnar skráðar á rúmar 65 milljónir, samkvæmt fasteignamati. Tíu ráðherrar skipa ríkisstjórn Íslands. DV kannaði, með því að skoða opinberar upplýsingar, hvar og hvernig ráðherrarnir búa. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra Aldur: 49 ára Afmælisdagur: 26. janúar Maki: Þóra Margrét Baldvinsdóttir Heimili: Bakkaflöt 2, Garðabæ Fermetrar: 451,1 Fasteignamat: 165.900.000 kr. Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra Aldur: 51 árs Afmælisdagur: 19. desember Maki: Ágústa Þóra Johnson Heimili: Logafold 48, Reykjavík Fermetrar: 197,3 Fasteignamat: 62.900.000 kr. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra Aldur: 41 árs Afmælisdagur: 28. mars Maki: Enginn Heimili: Sólvallagata 74, risíbúð, Reykjavík Fermetrar: 62,3 Fast- eignamat: 36.400.000 kr. Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra Aldur: 54 ára Afmælisdagur: 24. ágúst Maki: Torfi Hjartarson Heimili: Hjarðarhagi 28, 2. hæð Reykjavík (Svandís ein skráð) Fermetrar: 120 Fasteignamat: 50.700.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.