Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 51
tmm bls. 49 Guja Dögg Hauksdóttir Landslag hugans - staðir og staðleysur Skynjun og skilningur á umhverfinu: náttúran og mannanna verk Lestur landslags og skynjun umhverfis stendur í beinum tengslum vlð heimsmynd mannsins á hverjum tíma. Skilgreining staða, notkun þeirra og verðmætamat hefur þannig breyst umtals- vert frá sjálfhverfri og lokaðri heimsmynd mið- aldanna, eða skáldlegum útivistaráhuga róman- tíska tímabilsins, til okkar daga þegar leyndar- dómar geimsins og hafanna hafa verið af- hjúpaðir í anda módernisma og tilvist margra staða er beinlínis ögrað í nánustu framtíð. Meðvitundin um samhengi landslags, hug- myndafræði og manngerðs umhverfis hefur ekki verið fyrirferðarmikil hérlendis, enda er ekki svo ýkja langt síðan tilgangur allflestra bygginga og mannvirkja á íslandi einskorðaðist við grunnþarfirnar, þ.e. að veita skjól gegn veðri og vindum, koma mönnum klakklaust yfir ár og læki eða fiski úr báti á land. Byltingin sem rómantík síðari hluta 19. aldar bar með sér, ekki síst hvað varðar viðhorf til náttúrunnar, virðist þannig ekki hafa skilað sér til íslands eins og annarra landa vestrænnar sið- menningar, nema helst í bókmenntum og að einhverju leyti í málverkinu. Þess vegna lítur Kleppsvegurinn til dæmis út eins og hann gerir - með fráhrindandi iðn- aðarskemmur sem loka á öll tengsl við hafið og byrgja Esjusýn, og þess vegna litast um- ræðan um flugvöll í Vatnsmýri af baráttunni um vald frekar en hugsjónum um framtíð borgarinnar. Að sönnu er hér fátt gefið með tilliti til veð- urfars og auðlinda jarðar. Skapbrestir og grimmlyndi náttúrunnar verða ekki auðflúin sem veldur kannski þessum blendnu tilfinn- ingum íslendinga til þess að nýta hana til ynd- isauka: Það eru hin sífellda barátta við náttúru- öflin og svo fáar stundir sátta og samvinnu sem gefa tóninn, þótt fagurt sólsetur eftir lygnan dag geti slegið mann eitt augnablik út af laginu. Sjálfsmynd þjóðar Við upphaf síðustu aldar málaði Jóhannes Kjarval úfið hraun og draumkenndan mosa og miðlaði með myndum sínum iðandi lífi af öll- um heimum. Hann þótti hálfbrjálaður og upp- fyllti að fullu mýtuna um ruglaða listamanninn. Halldór Laxness skrifaði á svipuðum tíma um óvenjulega einstaklinga, einslags myndlíking- ar umhverfis síns og náttúruaflanna. Hann gekk að vísu snyrtilegar til fara og kunni sig eitthvað betur, en þeir áttu það þó sameigin- legt að draga upp sjálfsmynd þjóðar, gefa henni ramma til að styðja sig við og spegla sig í, á tímum vaxandi meðvitundar um eigin sér- stöðu og ágæti meðal annarra sjálfstæðra þjóða. Erlendis voru menn uppteknir af því sama: Rithöfundar, málarar og pólitískir hugsuðir beittu sér til dæmis fyrir stofnun þjóðgarða, þar sem sérkenni náttúru hvers lands var ætlað að hlutgera einkenni þjóðarinnar og blása krafti og hugprýði í landsmenn. Vaxandi hópur ferða- manna lét sig vosbúð í tjöldum og frumstætt nesti engu varða í leit sinni að innblæstri frá jöklasýn og bláum stöðuvötnum og skrifaði innilegar lýsingar heim, Rótgróinn menningararfur þessara þjóða veitir þó framúrstefnu nýrra hugmynda ákveðið aðhald, þannig að fortíðin er aldrei flúin með öllu, heldur fléttast inn í og litar nýja tíma. En það er eins og þessi vitundarvakning hafi hrundið ólíkri atburðarás af stað hér á íslandi: við nýja og ferskari sýn á land og þjóð virðist sem öllum eldri farangri hafi glaðlega verið kastað fyrir róða í ákafanum. Má kannski segja að frá þessum tíma hafi Islendingar verið á fleygiferð inn í framtíðina og litlu skeytt um það sem hlaupið var frá. Á uppdrætti Frakkans V. Lottin (mynd 1) má sjá Reykjavík árið 1836. Á uppdrættinum sést grunnform þessa vaxandi bæjarstæðis ákaflega skýrt. Aðeins tvær götur eru í bænum að heita má, Aðalstræti og Hafnarstræti, á reitnum sem markast af Læknum til vesturs, Tjörninni til suðurs og grýttri brekkunni til vesturs, þar sem Grjótaþorpið er. Hafnarstræti (í þá daga „Strandgade") liggur meðfram náttúrulegu formi víkurinnar, þar sem þorri verslana bæjar- ins sameinast um að skjóta kryppu við norðan- áttinni og ógnandi hafinu. Þráðbeinar líflínur viðarbryggja koma sjávarfanginu rétta leið inn í búðirnar. Aðalstræti stendur hins vegar þvers- um inn í landið. Við þá götu er unnið samvisku- samlega að iðnaði og einnig stendur þar

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.