Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 14
Katrín Jakobsdóttir ímyndina sérstaklega; fremur mynda íslensk borg og sveit eitt stórt, kyrr- stætt samfélag: Goodmann Johnson hafði eiginlega ekki litist á blikuna í Reykjavík. Hann var vanur því að vestan að flýta sér og hafa augu á hverjum fingri þrátt fyrir aðgang- inn. En hér fundust honum allir læðast, eins og lífið væri eilífð, en eilífðin sjálf ekki neitt. Og honum virtist menn helst ekki veita neinu í kringum sig eftirtekt, eins og ekkert myndi geta vakið þá í þeim efnum nema helst, ef t.d. lítið alþingis- hús hryndi ofan í kollinn á þeim, eða þá, að menn til að mynda álpuðust til að misstíga sig og detta út af hnettinum.10 Þannig sér vesturíslenski einkaspæjarinn Goodmann Johnson Reykjavík. í samanburði við ys og þys bandarískra stórborga virðist hún rólegur bær þar sem ekkert gerist. New York er lýst á annan hátt. Væri horft niður á göturnar ofan af 13. hæð í háhýsi: ... myndi margan snarsundla og hann ríghalda sér, því að það væri engu líkara heldur en að hann stæði uppi á kletti og horfði ofan í kolmórautt fljót, sem rynni í gljúfrum, hringiðandi og á flúðum, svo að alls staðar í sortanum sæjust hvítir toppar, þar sem bryti. En þegar hann hefði starað og haldið sér um stund, myndi hann fara að greina, að fljótið væru menn, sem nú sæjust í eðlilegri smæð, og vagnar, hvað innan um annað þjótandi sitt í hvora áttina, alt á harða spretti. (124-5) New York er lýst á háleitan hátt en hið háleita hefur gjarnan verið aðgreint frá hinu fagra. Saga hins háleita hefur verið talin samofin nýrri náttúrusýn vestrænna manna á síðari öldum. Hugtakið tengist því sem er hrikalegt eða mikilfenglegt á einhvern hátt og vekur lotningu og ótta andans." Þegar því er lýst hvernig margan myndi „snarsundla“ við að horfa niður á umferðina eins og „kolmórautt fljót“ gerir það mynd borg- arinnar hrikalega og ógnvekjandi en um leið heillandi. Raymond Willi- ams hefur einmitt bent á að umferð sé birtingarmynd meðvitundar og félagslegra tengsla. Gamlar lýsingar á borgum þar sem lýst er straumi manna endurómi þegar við horfum á nútímaborgina og sjáum straum bíla.12 Michel de Certeau segir að menn sjái sjaldnast umferðina í heild sinni frekar en borgina í heild sinni. Menn eru flestir í hringiðunni sjálfir þannig að þeir skynja ekki straum bílanna eða heildarmynd borgar- innar.13 í New York virðist umferðin vera óstjórnleg eins og náttúruöflin sem birtast í straumharðri jökulá, og sá sem stendur fyrir utan reynir að halda sér til að hann berist ekki stjórnlaust með straumnum. Umferðin er ein- kenni borgarinnar og til marks um áhrifaleysi einstaklingsins í henni. 12 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.