Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 16
Katrín Jakobsdóttir Þannig boðar Húsið við Norðurá nýja tíma í íslenskum bókmenntum. Hún markar stefnu handa íslendingum inn í borgarsamfélagið þar sem framtíðin býr. í því samfélagi fá elskendurnir Guðrún og Þorsteinn að eigast. Sódóma Reykjavík Steindór Sigurðsson skrifaði undir dulnefninu Valentínus tvær glæpa- sögur á árunum 1932-1933 sem komu út undir yfirheitinu Leyndar- dómar Reykjavíkur. Þær hétu Sonur hefndarinnar og Dularfulla flugvjelin. Þar segir frá sveitapiltinum Víglundi Dalmann sem dregst inn í baráttu ævintýramannsins Hauks Arnarrs við óprúttna glæpamenn sem standa m.a. fyrir áfengissmygli til íslands á bannárunum. Afstaða til þéttbýlis- myndunar og nútímamenningar var eitt helsta bitbein í hugmyndabar- áttu millistríðsáranna en heldur dró úr þessari andhverfu um svipað leyti og barátta milli stétta fór vaxandi á íjórða áratugnum.15 Steindór virðist ná í endann á togstreitu sveita- og borgarmenningar í sögum sínum en í þeim má sjá afgerandi lýsingar á borgarlífinu: Bifreiðarnar þutu hvæsandi fram og aftur eins og villidýr, sem leita að bráð, en fólksstraumurinn rann með þungum nið eftir gangstjettunum.16 Bókinni lýkur svo með sömu mynd: „... þar sem mannfjöldinn rann eins og þungur straumur eftir götunum.“ (128) Líking bifreiðanna við villidýr er merkileg, kannski í ljósi þess að hér á landi eru engin villidýr. Bifreið- arnar eru framandi - rétt eins og framandi villidýr. Steindór skrifaði rit- gerð um mannlífið í Reykjavík 1936 og voru lýsingar þar í svipuðum stíl: „Reykjavík 1936! Þar sem bifreiðarnar streyma áfram í óslitinni runu um steinlögð stræti, og fjallhá stórhýsin gnæfa við loft, eins og hrópendur út yfir landið um mikilleik mannanna verka.“17 Lýsingar Steindórs minna um margt á þá bandarísku aldamótahöfunda sem fannst borgarlandslagið vera handan skynjunar sinnar; ólýsanlegt.'8 Hann notar myndlíkingar úr hinum þekkta heimi, þ.e. náttúrunni, til að lýsa borginni, stórhýsin eru fjallhá og bifreiðarnar streyma eins og fljót. Slíkar myndlíkingar eru ekki bundnar við upphafsár borga. Þær eru enn notaðar í íslenskum skáldskap. Það eru ekki aðeins lýsingar á mannvirkjum sem eiga rætur að rekja til náttúrunnar. Borgurum í Reykjavík er líkt við dýr eins og hér má sjá: ... en mest bar á bröskurunum, þessari þjóðíjelagsstjett, sem er sjerkenni fyrir Reykjavík, - einhverskonar undarlegt sambland af hýenum og rándýrum. - 14 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.