Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 16
Katrín Jakobsdóttir
Þannig boðar Húsið við Norðurá nýja tíma í íslenskum bókmenntum.
Hún markar stefnu handa íslendingum inn í borgarsamfélagið þar sem
framtíðin býr. í því samfélagi fá elskendurnir Guðrún og Þorsteinn að
eigast.
Sódóma Reykjavík
Steindór Sigurðsson skrifaði undir dulnefninu Valentínus tvær glæpa-
sögur á árunum 1932-1933 sem komu út undir yfirheitinu Leyndar-
dómar Reykjavíkur. Þær hétu Sonur hefndarinnar og Dularfulla flugvjelin.
Þar segir frá sveitapiltinum Víglundi Dalmann sem dregst inn í baráttu
ævintýramannsins Hauks Arnarrs við óprúttna glæpamenn sem standa
m.a. fyrir áfengissmygli til íslands á bannárunum. Afstaða til þéttbýlis-
myndunar og nútímamenningar var eitt helsta bitbein í hugmyndabar-
áttu millistríðsáranna en heldur dró úr þessari andhverfu um svipað leyti
og barátta milli stétta fór vaxandi á íjórða áratugnum.15 Steindór virðist
ná í endann á togstreitu sveita- og borgarmenningar í sögum sínum en í
þeim má sjá afgerandi lýsingar á borgarlífinu:
Bifreiðarnar þutu hvæsandi fram og aftur eins og villidýr, sem leita að bráð, en
fólksstraumurinn rann með þungum nið eftir gangstjettunum.16
Bókinni lýkur svo með sömu mynd: „... þar sem mannfjöldinn rann eins
og þungur straumur eftir götunum.“ (128) Líking bifreiðanna við villidýr
er merkileg, kannski í ljósi þess að hér á landi eru engin villidýr. Bifreið-
arnar eru framandi - rétt eins og framandi villidýr. Steindór skrifaði rit-
gerð um mannlífið í Reykjavík 1936 og voru lýsingar þar í svipuðum stíl:
„Reykjavík 1936! Þar sem bifreiðarnar streyma áfram í óslitinni runu um
steinlögð stræti, og fjallhá stórhýsin gnæfa við loft, eins og hrópendur út
yfir landið um mikilleik mannanna verka.“17 Lýsingar Steindórs minna
um margt á þá bandarísku aldamótahöfunda sem fannst borgarlandslagið
vera handan skynjunar sinnar; ólýsanlegt.'8 Hann notar myndlíkingar úr
hinum þekkta heimi, þ.e. náttúrunni, til að lýsa borginni, stórhýsin eru
fjallhá og bifreiðarnar streyma eins og fljót. Slíkar myndlíkingar eru ekki
bundnar við upphafsár borga. Þær eru enn notaðar í íslenskum skáldskap.
Það eru ekki aðeins lýsingar á mannvirkjum sem eiga rætur að rekja
til náttúrunnar. Borgurum í Reykjavík er líkt við dýr eins og hér má sjá:
... en mest bar á bröskurunum, þessari þjóðíjelagsstjett, sem er sjerkenni fyrir
Reykjavík, - einhverskonar undarlegt sambland af hýenum og rándýrum. -
14
TMM 2005 • 1