Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 20
Katrín Jakobsdóttir
læg lönd; þar drekka menn og dansa (sem er alls ekki slæmt út frá hug-
myndafræðilegri afstöðu bókarinnar) en náttúran táknar heimkynni
íslendingsins. Örn Ósland og Sjöfn eru eins og fiskar í vatni á Hótel Borg
en leita samt út fyrir borgina; fara í langar gönguferðir á Reykjanesi, gista
undir beru lofti og njóta náttúrunnar.
Alt í lagi í Reykjavík er réttnefni fyrir þá borgarmynd sem dregin er
upp í sögunni. Þarna er allt í lagi - borgin iðar af lífi, umræðu og menn-
ingu. Borgarmyndin er all útópísk.
Rafmagnsmorðið (1950) eftir Steingrím M. Sigfússon sem skrifaði
undir dulnefninu Valur Vestan er síðust af þremur sögum um jarðfræð-
inginn og áhugaspæjarann Krumma Jónsson og sú eina þeirra sem ger-
ist í Reykjavík. Þar er dregin upp mynd af borg sem er ævintýraleg en líka
hættuleg - í mörgu fé leynist misjafn sauður.
Krummi áttar sig á því að stúlka ein hefur verið myrt en ekki látist af
slysförum eins og lögreglan telur. Þá spyr Tóki aðstoðarmaður hans for-
viða hvort slíkt geti átt sér stað. Svar Krumma er einfalt: „Mundu það,
Tóki sæll, að Reykjavík hefir breyst allmikið síðustu árin.“23 Hér er vænt-
anlega vísað til stöðugrar íbúaíjölgunar en einnig gerist sagan á stríðsár-
unum þegar íjöldi útlendra hermanna var í borginni. Fólkinu hefur ekki
aðeins íjölgað, það er líka orðið margbreytilegra.
Á bókarkápu Rafmagnsmorðsins er vísun í „ástandið": „Ung stúlka,
sem var í „bransanum“ finnst örend í herbergi sínu í Reykjavík einn
morgun .. ,“24 Reykjavík er þarna ímynd sollsins en borgarmyndin er líka
jákvæð, fyrst og fremst er þetta borg þar sem ýmislegt getur gerst. Þannig
er lögregluþjóni númer 213 lýst sem svo að hann hafi komið úr sveitinni
fyrir tæpu ári og sé „óvanur borgarlífinu ennþá“ og „auðvelt að leika á
hann.“(53) Þá er einnig komið inn á manníjöldann í Reykjavík sem sækir
í skemmtanir og skrall:
Allskonar hávaði lá í loftinu. Hin venjulega kvöldstemning miðbæjarins. Stöku
herbifreið þaut framhjá með miklum véladrunum, svo gatan titraði. Flugvélar
með siglingaljósum smugu loítið yfir höfðum fólksins, sem streymdi um göt-
urnar í leit að skemmtunum og ævintýrum.(105)
Fólkið streymir eins og í Leyndardómum Reykjavíkur en það er í leit að
skemmtunum og ævintýrum. Segja má að í Rafmagnsmorðinu sé reynt
að skapa stórborg en sú mynd átti eftir að þróast verulega í sögum sem
komu út síðar.
Sögurnar um Margeir eftir Gunnar Gunnarsson komu út 1979 og
1980. Enda þótt Margeir búi og starfi á höfuðborgarsvæðinu gerist meg-
18
TMM 2005 • 1