Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 24
Katrín Jakobsdóttir Það búa hundrað þúsund manns í borginni og allir halda að allir þekki alla eins og í gamla daga, ef það hefur þá einhvern tíma verið þannig. En það er ekki svo- leiðis. Flest venjulegt fólk hittir aðeins örlítinn hluta borgarbúa á allri sinni lífs- leið, örlítið brotabrot af öðru fólki. Það kemst aldrei í snertingu við mannhafið þar fyrir utan. (228) Annars er Reykjavík orðin svo stór að fólk hverfur í mannhafið og maður sér það aldrei aftur. (159) Þessi orð eru lögð í munn Kidda krumma, gamals bekkjarbróður Dan- íels, og Sólveigar, gamallar bekkjarsystur Daníels. Ekki aðeins er borgin orðin íjölmenn og víðfeðm heldur virðist eðli hennar hafa breyst í hugum persóna; hún er orðin heimsborg þar sem fólk sem maður hittir á götum úti er nafnlaus massi en ekki kunnuglegar persónur. Með þessum fólksíjölda eru allar forsendur fyrir trausti brostnar en í heimi glæpasagna byggist fléttan iðulega á óvissu um hverjum sé treystandi.29 Borgin er ímyndað samfélag, rétt eins og þjóðin, þar sem fólk þekkist ekki í raun en finnur til ímyndaðrar samkenndar út frá umfjöllun um borgina. Þannig getur maður lesið síðuna sem heitir „höfuðborgar- svæðið“ í Morgunblaðinu og sannfærst um að maður eigi eitthvað sam- eiginlegt með öllum hinum á svæðinu þótt maður þekki aðeins brotabrot af íbúunum. Hins vegar er ítrekað að hugsanlega hafi þetta alltaf verið svona, efast er um að allir hafi þekkt alla í „gamla daga“ og eðli borgarinnar er því undirstrikað, óháð stærð. Þá má ekki líta framhjá því að þótt Reykjavík sé orðin stærri en hún var t.d. um miðja 20. öld telst hún vart stórborg í alþjóðlegu samhengi. Þetta kemur greinilega fram í Mýrinni (2000); „Morð voru fátíð í Reykjavík og vöktu gríðarlega athygli þá sjaldan þau voru framin.“30 Á þessu er klifað í bókaflokknum öllum: „Fá morð voru framin í Reykjavík nema í ölvímu og þau voru skjótleyst, ógæfumaðurinn hand- samaður og sendur á Hraunið.“31 Munurinn á mýtunni um glæpaborgina Reykjavík undir lok tíunda áratugar 20. aldar og í kringum 1980 er sá að um aldamótin 2000 þarf ekki lengur að vísa í veruleikann til að búa til myndina; það þarf ekki lengur að varpa fram setningum eins og birtust aftan á bókarkápunni á Heitum snjó: Glæpaborgin Reykjavík er orðin óumflýjanlegur hluti orð- ræðunnar sem ekki þarf að skapa í hvert sinn en hægt er að bæta við og byggja enn frekar upp. Þar með er ekki sagt að sú glæpaborg sem er til í orðræðunni sé til í veruleikanum. Mýtan er byggð upp með áherslu á fíkniefnaheiminn sem er alltaf nálægur í sögunum, hvort sem það er í gegnum glæpamálin eða Evu 22 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.