Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 39
Listin gerir okkur að betri manneskjum Á uppleið eða niðurleið Hvernig stóð á að þú fékkst þetta starf? „Ég var beðin að sækja um - væntanlega vegna þess að einhver hafði frétt af mér í tengslum við norrænt samstarf tónverkamiðstöðva, en ég var forstöðumaður íslensku Tónverkamiðstöðvarinnar í átta ár, frá 1986 til 1994. Kannski skipti máli að á undan mér höfðu tíu stjórnendur verið við stjórnvölinn í Bergen á samtals tíu árum, þó að hver um sig hefði verið með fjögurra ára samning. í ljósi þess var það því annað hvort ótrú- leg bjartsýni eða alvarlegur skortur á raunveruleikatengslum sem gerði að ég tók þetta að mér. Eftir fyrstu mánuðina í starfi var ég reyndar viss um að ég mundi aldrei endast í starfinu meira en eitt ár, en það liðu níu ár áður en ég kom mér loksins í burtu.“ Hvert var leiðarljós þitt í byrjuti? „Ég sagði oft í hálfgerðu gríni að mig langaði til að ná hátíðinni upp á 20. öldina áður en sú 21. gengi í garð. Hvort mér tókst það veit ég ekki. Ég var í fyrsta lagi upptekin af því að kynnast listalífinu í bænurn og í landinu án þess að verða flækt í nokkra klíkuna. Það var mikilvægt fyrir mig að hafa góð tengsl, en vera líka á sama tíma í nægilegri fjarlægð til að halda sjálfstæði mínu. Svo var ég upptekin af því að fá til Noregs eitthvað af því besta sem til væri í listalífi heimsins, ekki bara flytjendur sem allir þekktu og vissu að væru frábærir. í raun og veru þýðir það oft að við- komandi sé ekki lengur eins góður og hann/hún var. Ég verð svolítið döpur þegar ég kem hingað heim og sé til dæmis umfjöllun um söngvar- ana fjóra sem eru væntanlegir hingað á árinu. Þrjú þeirra eru umtöluð sem stórstjörnur og við vitum öll að þau hafa gefið heiminum mikið sem söngvarar, en ef við stöldrum við og veltum fyrir okkur hvað þau eru gömul og hvað þau hafa gert þá sjáum við að þau eru komin yfir sitt besta. Geta raddarinnar eykst ekki með aldrinum, hún minnkar, og það er mannlegt. En um Anne Sofie von Otter, þá einu þessara fjögurra sem er raunverulega á toppnum í dag og svo eftirsótt að óperuhúsin berjast um hana, um hana er sagt að hún sé „á uppleið“. Það er langt síðan hún var á uppleið, hún er á tindi ferils síns núna. Mér fannst mikilsvert að kynna listamenn þegar þeir voru á byrjunar- reit eða á leiðinni upp - ekki á leiðinni niður þó að þá þekktu þá allir. Ef fólk missti af miðum af því það áttaði sig ekki á því hvað var í boði - ja, þá það. Þegar ég fékk Ceciliu Bartoli árið 1998 til að koma þá vissu fáir í Noregi hver hún var og viku fýrir tónleikana var ennþá hægt að fá miða. Svo uppgötvar einhver fjölmiðlamaður hver er að koma og allt í einu varð allt brjálað. Svona dæmi voru mörg. Mér fannst líka afar gaman að TMM 2005 • 1 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.