Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 43
Listin gerir okkur að betri manneskjum Hvernig klœddirðu þig? „Eins og vanalega - í svart!“ Náðirðu tökum á norskunni strax? „Nei, það tók ár. Fyrsta árið talaði ég ensku meðan ég var að ná norsk- unni, eftir það talaði ég norsku. Mér fannst erfitt að tjá mig svo vel væri, mér leið eins og fimm ára krakka, en ég gafst ekki upp. Þegar ég var að leita að peningum í Tónverkamiðstöðina hérna heima áður en ég fór utan varð ég ánægð ef ég fékk fímmtíu þúsund kall, en þarna úti fór ég ekki af stað sjálf ef um var að ræða minna en milljón íslenskra króna. Annað sáu aðrir starfsmenn um. Líkurnar urðu að vera góðar á háum fjárhæðum til að ég færi sjálf af stað. Fyrstu árin lagði ég áherslu á að endurvinna traust hjá gömlum styrktaraðilum, jafnframt því sem ég leitaði á ný mið. Þessi þáttur starfsins fannst mér afskaplega erf- iður, allan tímann.“ Varstu þá búin að fá nóg þegar þú hættir? „Já og nei. Þó svo að ég hafi verið komin með ótímabundinn samning, ætlaði ég mér aldrei að verða ellidauð í Bergen! Afhverju hœttirðu? „Við þeirri spurningu er ekki til neitt einfalt svar,“ segir Bella og stynur létt. „Fáeinir óánægðir starfsmenn gerðu nafnlausa árás á mig úr launsátri. Þeir fengu í lið með sér blaðamann og dagblað í Bergen, sem tilbúið var til að íjalla um þetta mál án þess nokkurntímann að geta heimilda. Fjöl- margir aðrir fjölmiðlar í Noregi voru ekki vandari að virðingu sinni en svo að þeir endurtóku „fréttirnar" án þess að sannreyna heimildir. Þó að árásin beindist fyrst og fremst að mér og formanni stjórnar- innar, hafði hún veruleg áhrif á allan starfshópinn. Þeir sem eitthvað vita um hópfyrirbæri geta ímyndað sér hvaða áhrif árás fáeinna ónafn- greindra starfsfélaga og óprúttinna blaðamanna getur haft á hópinn sem heild. Við þetta bættist svo að þeim sem var falið að leysa vandamál hóps- ins brást bogalistin og þeirra starf gerði illt verra. Málin þróuðust með þeim hætti að ég sá mér einskis annars úrkosti en að segja upp stöðu minni.“ Vissirðu ekki hver hafði staðið fyrir árásinni? „Jú ég fór nærri um það Hvað voruð þið mörg? „Það voru í kringum tíu fastráðnir allt árið, en á álagstíma bættust á annað hundrað manns við. Ég hef ekki trú á að þetta hefði gerst á íslandi, jafnvei ekki í Osló. Bergen er sérstök. Tímabilið frá því að þetta byrjaði og þar til ég tók ákvörðun um að TMM 2005 • 1 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.