Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 54
Arndís Þórarinsdóttir Morguninn sem Gluggagægir færði barninu rafmagnshljóm- borðið hringdi leikskólastjórinn. Sagðist hringja í hann úr því að konan væri hætt að vinna á staðnum sem leikskólinn væri með skráðan. Áminnti hann um leið að af öryggisástæðum yrðu for- eldrar að láta vita af slíkum breytingum. Sagði svo með festu að stjórn leikskólans sæi sér ekki annað fært en að fara fram á að taumlausu gjafaflóði til barnsins yrði hætt. Að barn sem alltaf fengi mandarínu hefði farið að skæla þegar sögur af rafmagnshljóm- borðinu bárust í sandkassann. Þegar samtalinu lauk fór maðurinn að skæla. Um kvöldið orðaði hann það við konuna hvort hún ætti að leita sér aðstoðar. Hann minntist ekki á samtalið við leikskólastjórann, né heldur spurði hann hvar hún héldi sig á daginn. Hún læsti sig inni á baðherbergi. Bergmál ekkasoganna barst fram á ganginn þar sem maðurinn stóð ráðþrota og spurði barnið hvort það vildi prófa að tannbursta sig í eldhúsvaskinum. Þá um kvöldið kraup maðurinn við rúmstokk barnsins og breiddi yfir það. Því næst dró hann djúpt andann og hóf að þylja bænasúpuna sem var nýlega orðin hluti af því ferli sem þurfti að ganga í gegnum áður en barnið fór að sofa. Þeir gösluðust í gegnum Faðirvorið, hálfsungu Ójesúbróður- besta og skutust í gegnum Sitjiguðsengla. En þegar kom að lín- unum „Legg ég nú bæði líf og önd“ þögnuðu þeir báðir. Þeir horfð- ust í augu, maður og barn, yfir tvö pör spenntra greipa. Maðurinn sá augu barnsins taka örlítinn kipp - líkt og það vildi gjóa þeim fram í eldhúsið en dirfðist það ekki. Hann hélt niðri í sér andanum. Það var barnið sem rauf þögnina, hélt dálítið hikandi áfram með bænina, en lokaði ekki augunum fyrr en henni var lokið. Daginn eftir, þegar hann var búinn að hugga barnið sem fékk mandarínu frá Gáttaþef, hringdi hann í lögfræðing til að spyrja um sviptingu sjálfræðis. Lögfræðingurinn taldi að það þyrfti meira til en nokkrar vikur af skælum, eitt glatað starf og eina myglaða önd. Hann ráðlagði manninum að bíða þangað til hann gæti sannað rökstuddan grun um að konan gæti verið hættuleg sjálfri sér eða öðrum. Maðurinn velti því fyrir sér að spyrja í hvaða formi slíkur rökstuðningur gæti verið, en ákvað að sleppa því. Á Þorláksmessu spurði hann hikandi hvað hann ætti að kaupa í 52 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.