Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 59
Kristian Guttesen Elskan mín Ferðalok eða Gömul saga Það getur stundum komið manni í opna skjöldu - verið köld vatnsgusa eða líkt og að fá aðsvif - að lesa orð sem eru svona einlæg. Ég gerði mér aldrei í hugarlund hversu einlæg þú ert, né að þú værir það ekki. En segðu mér satt, ef þér fínnst ekkert hafa breyst síðan við vorum saman - sumarið 1994 í ísrael. Að í einfeldni minni gagnvart tilfinningum þínum þá sé allt við það sama? Hversu undursamlegt það hefði verið - nei, heldur átti að vera - að fá að þekkja þig eins og þú speglar þinn eigin trega. Hversu foreldrar þínir hljóta að hafa hatað mig. Aðeins í djúpu þunglyndi getur eitthvað snert mann - manns hjarta, tilfinningar og sál. Ég veit það ekki, og gerði það aldrei. Það eru tíu síðan, nánast upp á dag. Ég hugsa mikið um Rauða hafið í Eilat. Reyndar um allt og alla. Þá sem ég kynntist og allt sem gerðist og gerðist ekki. Um fyrstu nóttina þegar ég, þú og Anat fórum á ströndina. Og þú spurðir mig síðar: „Hvað ef Anat hefði farið út í með þér?” Manstu eftir þessu? Auðvitað gerir þú það. Ég svaraði eitthvað á þá leið að „allt sem gerist í lífmu er á valdi örlaganna.” Manstu ekki eífir þessu? Jú, auðvitað gerir þú það. Nótt eina lágum við og horfðum á næturhimininn. Og ég benti þér á nokkrar stjörnur. „Þetta eru stjörnurnar okkar,” sagði ég. Og við kysstumst. Svo ekki halda að ég sé sneyddur tilfmningum. Ég sakna þín líka. Eða réttara sagt, kópía af mér saknar kópíu af þér. Er það ekki? Auðvitað er það svo. Bréfið frá þér er stutt og hnitmiðað. Ég vona í öllu falli að þú hafir í millitíðinni fundið þér einhverja hamingju. Eins þó ég hafi brugðist þér. Það er satt. Áfallið sem ég fékk við að lesa bréfið þitt opnaði augun mín og var löngu orðið tímabært. Ég gleymi þér aldrei. Ástarkveðja K TMM 2005 • 1 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.