Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 60
Heimir Pálsson
Þrír risar
- August Strindberg, Hallgrímur Pétursson
og Halldór Laxness1
Risa kallaði Halldór Laxness August Strindberg í vinarbréfi á yngri árum
sínum. Það er vafamál hvort nokkrir risar hafa verið í íslenskri bók-
menntasögu nema Snorri Sturluson, Hallgrímur Pétursson og Halldór
Kiljan Laxness. Snorri liggur utan þessara skrifa, en hinir tveir koma
nokkuð við sögu ásamt hinum sænska risa. - Sumar hugmyndir þessa
skrifs eru margra ára gamlar og hafa brotist um í huga mér með ýmsum
hætti, rökstuðningurinn er yngri, því einatt er það svo að því meira sem
rýnt er í texta, þeim mun fleira kemur á sjónhimnuna.
í aðfararorðum að sænskri útgáfu Heimsljóss árið 1986 sagði Halldór
Kiljan Laxness meðal annars:
... Jag minns hur jag en dag 1936, kort efter det min oskyldiga bonderoman „Fria
man“ för första gángen hade utkommit pá tyska, fick ett urklipp frán den be-
römda tyska tidningen Völkischer Beobachter, vari det stod nágot i den vágen, att
i stállet för ett litterárt bedömande av boken hár i tidningen, skulle författaren pá
detta sátt fá veta, att det pá högre ort i Tredje Riket tráffats förberedelser att in-
draga och makulera denna frácka och förmátna bok (vilket ju ocksá snart skedde)
(1986:11).
Það má vissulega gera sér nokkra skemmtun af að höfundurinn skuli
kalla Sjálfstætt fólk „saklausa sveitaiífssögu". Þannig hafa menn a.m.k.
ekki lesið hana og nægir að benda á bókmenntafræðingana Kristin E.
Andrésson, Peter Hallberg, Árna Sigurjónsson og Véstein Ólason sem
greindu skáldsöguna einkum sem pólitískt ádeiluverk, og stönguðust þá
ekki á við Jónas Jónsson frá Hriflu og Guðmund Friðjónsson frá Sandi.
Sjálfstætt fólk er augljóslega pólitísk saga, greinir íslenska bændasamfé-
lagið með marxískum aðferðum og sækir líka greiningarfyrirmyndir til
Leníns, tekur afdráttarlausa afstöðu, þrátt fyrir að margar raddir og mörg
sjónarmið fái að njóta sín. Svo sem Árni Sigurjónsson hefur ágætlega
rakið (sjá einkum 1987:63-165) birtust svipuð sjónarmið í mörgum bar-
58
TMM 2005 ■ 1