Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 69
Þrír risar Og nú er freistandi að minna á að í sálmi sínum orti Hallgrímur sig í sátt við dauðann, þannig að hann gat sagt: Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú viit. Þegar Bjartur kemur til Ástu Sóllilju að sækja hana og börnin, er henni lýst svona: ... [hún] reis upp í rúminu, og brjóst hennar slöptu undir opinni skyrtunni, hárið í óreiðu, hún var mjög horuð, mjög hvít. En þegar hún sá Bjart koma ... þá fóru augu hennar að stara. Hún skók höfuðið eins og til að hrista af sér ofsjónir, en það voru engar ofsjónir, hann stóð hér á gólfinu, það var hann. - Pabbi, sagði hún og greip andann á lofti (1935:340). Og þegar hún hefur jafnað sig á undrinu, segir: Hún greip millipilsið sitt, brá því yfir sig í skyndi og strauk það niður með lendum sér um leið og hún spratt fram úr rúminu berfætt, hljóp á móti honum fram að dyrum og flaug upp um hálsinn á honum. Með armana um hnakka hans, lagði hún andlit sitt upp að hálsi honum, undir skegginu (1935:341). Áður hafði hún sagt við Gvend, bróður sinn: Og þó hann Bjartur í Sumarhúsum kæmi í eigin persónu skríðandi á íjórum fótum hingað inn á gólfið til að biðja mig fyrirgefningar fyrir allt það sem hann hefir gert mér síðan ég fæddist, þá mundi ég ekki vilja heyra um húsið hans, því síður að mér mundi nokkurn tíma detta til hjartans hugar að stíga eitt spor í átt- ina til hans, og það skaltu segja honum frá mér: lifandi skal ég aldrei til hans Bjarts í Sumarhúsum, en mér er sama þó hann grafi af mér hræið (1935:284). Milli þessara kafla er mannsævi þótt það sé skammur tími í innri tíma sögunnar. Sú Ásta sem talaði við bróður sinn er farin að heilsu og lífi þegar Bjartur birtist henni eins og vera frá öðrurn heimi (hún trúir ekki eigin augum). Þá getur hún sagt: „Kom þú sæll, þá þú vilt!“ Hallbera gamla er sú eina sem stendur allt af sér, en hún veit hvert stefnir þegar Bjartur tekur Ástu Sóllilju í fangið á leiðinni að Urðarseli: Já, tuldraði hún, ekki spyr ég að því. Ókysst á ég liðinn ennþá.“ (1935:347) TMM 2005 • 1 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.