Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 70
Heimir Pálsson
En það var einmitt um þessa gömlu konu sem Helgi sagði í fyrr-
greindu samtali þeirra bræðranna:
- Hefirðu tekið eftir því, að þegar eitthvað kemur fyrir, þá segir hún amma æfin-
lega já það veit ég, eða hún segir það er sosum ekki bitið úr nálinni, það var hér
slæðingur í morgun. ... Manstu hvað hún gerði þegar hún mamma var dáin og
hún Sóla var búin að breiða yfir líkið? Hún kyssti líkið og sagði: O ekki spyr ég að
því (1935:16).
Tilvísanir
1 Þessi grein er að mestu leyti samhljóða hluta af grein minni Nágra kapitel ur en
oskriven bok, sem væntanleg er í Scripta Islandica í Uppsölum 2005 (árg. 2004).
Hér hefur þó verið talsvert stytt og breytt.
2 Halldór sagði nokkuð rækilega frá sinni fyrstu Svíþjóðarferð og kynnunum af
verkum Strindbergs í Úngur eg var (1976), sbr. líka Halldór Guðmundsson
2004:81-84.
3 Eins og við mátti búast hafði Halldór önnur orð um Strindberg við önnur tæki-
færi. í Vefaranum miklafrá Kasmír (1927) er hann að sönnu talinn meðal þriggja
höfuðjötna síðasta mannsaldurs en bætt við að þrátt fyrir góðan vilja til mann-
kynsffelsunar „stóð þessi yfirgripsmikli alsherjarhómópati ævilángt uppi sem ves-
all skotspónn fyrir ofsóknum Jesú Krists, uns hann gekk sjálfur krossbrjálæðinu á
hönd á banabeði... (44. kap. 1948:152) og í sömu bók minnist Steinn Elliðidvalar
sinnar í Hounslow, „þar sem hann las yfir sig af Strindberg" (85. kap. 1948:323).
4 í þessari grein er vísað til handhægustu og auðfengnustu kiljuútgáfu á verkinu.
Tilvitnanir hafa verið bornar saman við standardútgáfur.
5 Forleikurinn var ekki með í fyrstu útgáfu og er saminn 1906.
6 I kiljuútgáfu er Draumleikur 65 síður. I þeim stutta texta kemur setningin „Det ár
synd om mánniskorna“ átta sinnum fyrir óbreytt en auk þess má finna átta til-
brigði við þetta meginstef! Líklega er þetta líka sú Strindberg-tilvitnun sem flestir
Svíar kannast við, hvort sem þeir hafa séð eða lesið Draumleik eða ekki.
7 Þessi (núorðið) hversdagslega setning er býsna torþýdd á íslensku. í sænsk-ís-
lenskri orðabók 1982 gefa höfundar dæmið: „det ár synd om honom“ og þýða
með „leitt með hann“ (!) í hversdagslegu tali í nútímasænsku merkir hún nánast
að manneskjurnar eigi bágt, og þannig þýðir Einar Bragi hana í leikritasafni
Strindbergs. í munni Agnesar er hins vegar freistandi að túlka orðin nokkru form-
legar og jafnvel í áttina að þjáningu mannkynsins. Þarna veltur allt á því samhengi
sem orðin birtast í.
8 Allar tilvitnanir til Sjálfstæðs fólks í þessari grein eru sóttar í frumútgáfuna,
1934-1935, og greint milli bindanna með ártölunum einum. Halldór gerði tals-
verðar breytingar á bókum sínum frá útgáfu til útgáfu, en í þeim dæmum sem hér
eru notuð breytist textinn ekki. - Þar sem greinin er samin á erlendri grund hafa
mér ekki alltaf verið tiltækar frumútgáfur annarra verka HKL, en ætla að það komi
ekki að sök og tek jafnan fram hvenær verkið kom fýrst út.
68
TMM 2005 • 1