Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 76
Jón Yngvi Jóhannsson Það er semsagt engin ástæða til að kalla eftir kynslóðaskiptum þótt fram komi nýir og spennandi höfundar. Hvað sem því líður þá voru skáldsögur þeirra Einars Más Guðmundssonar og Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar báðar dæmi um það sem lesendum er vel Ijóst þótt höfundum þyki sjaldnast gott að heyra það: Góðir höfundar skrifa misgóðar bækur. Kannski er megingalli þessara bóka sá sami; þær eru endurtekning á því sem þessir ágætu höfundar hafa gert áður. Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann líða fyrir það að frásagnaraðferðin og persóna söguhetju eru keimlíkar því sem lesendur þekkja úr síðustu tveimur bókum hans auk þess sem þeir sögulegu atburðir sem stuðst er við hanga hálfpartinn utan á sögunni. Með Slóð fiðrildanna sem kom út Í999 fann Ólafur form og stíl sem henta honum mjög vel, en hafa síðan staðnað nokkuð. Viðfangs- efni sagna hans hafa líka lengi verið þau sömu. Heimur hinna ríku og voldugu, siðferði og uppgjör fólks sem þarf að kljást við drauga fortíðar- innar, taka ábyrgð á eigin gjörðum og misgjörðum. Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Bítlaávarpið, er nokkuð fiókn- ara dæmi. í sögunni er vakinn til lífsins sögumaður og aðalpersóna fyrstu þriggja skáldsagna Einars Más, Riddara hringstigans, Vœngjasláttar íþak- rennum og Eftirmála regndropanna. Þessi sögumaður, Jóhann Pétursson, er gömlum aðdáendum Einars að góðu kunnur. Hann kom með látum inn í íslenska skáldsagnagerð og hlýtur að teljast ein helsta hetja þeirrar nýsköpunar skáldsögunnar sem átti sér stað á níunda áratugnum. I fýrri bókunum er Jóhann einkennilega samsett persóna. Hann er hvort tveggja í senn, lítill strákur og hámenntaður bókmenntamaður sem vitnar hægri vinstri í heimsbókmenntirnar allt frá Hómer til Sigfúsar Daðasonar. Hann hefur yfirgripsmikia þekkingu á heimi hinna fullorðnu, lögum hans og reglum en horfir alltaf á hann frá sjónarhóli barns. Jóhann er alls ekki raunsæ persóna heldur hluti af ævintýrinu sem skapað er í þessum bókum. Þegar Jóhann birtist nú aftur er persónan Jóhann á unglingsaldri, en sögumaðurinn er á hinn bóginn orðinn fullorðinn. Frásögnin er endur- lit fullorðins sögumanns til bernskuáranna og þetta endurlit er fullt af fortíðarþrá og eftirsjá í staðinn fýrir það ólgandi líf og ævintýri í núinu sem einkenndi textann áður. Þess vegna verður Bítlaávarpið aldrei jafn sterk heild og fyrri bækurnar og þótt einstakar frásagnir séu sprúðlandi og skemmtilegar er heimur sögunnar ekki sama ævintýrið. Sagan einkennist af eftirsjá og endurtekningu fremur en endurnýjun. En ég held semsagt að fjölbreytni hafi einkennt síðasta ár þegar við lítum yfir skáldsagnasviðið. Við upprifjunina má taka upp ýmsa þræði. Þetta var árið þegar margar áberandi góðar skáldsögur komu út eftir 74 TMM 2005 ■ 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.