Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 77
Glæpur, refsing, ábyrgð konur, ár blokkarinnar í íslenskum bókmenntum sagði einhver, árið sem ný kynslóð festi sig í sessi. En fyrst og fremst var þetta kannski ár glæps- ins í íslenskum skáldsögum. Glæpir eru ekki einungis viðfangsefni glæpasagna í hefðbundinni merkingu þess orðs heldur reynast furðu margar af skáldsögum ársins snúast um glæpi, refsingar og ábyrgð. Ár glæpsins Þetta árið er Arnaldur Indriðason eini höfundurinn sem sendir frá sér hefðbundna glæpasögu þar sem áherslan er fyrst og fremst á störf lög- reglumanna sem upplýsa einstakan glæp. Glæpasögur hafa, ólíkt öðrum skáldsögum, þann eiginleika að þrífast á endurtekningum upp að vissu marki. Þegar við lesum glæpasögu gerum við ráð fyrir því að hitta fyrir fólk, aðstæður og atburðarás sem við könnumst við. Glæpasögur fara eftir formúlu að stórum hluta og hvorki lesendur né höfundar þeirra skammast sín vitund fyrir það. Bækur Arnaldar lúta vissulega slíkum for- múlum og hann verður sífellt leiknari í að beita þeim. En ef við veltum aðeins fyrir okkur hvers vegna vinsældir íslenskra glæpasagna eru orðnar jafnmiklar og raun ber vitni, og setjum aðeins í sviga þá skýringu að Arnaldur og aðrir sem fengist hafi við þessar sögur undanfarin ár séu góðir höfundar, þá held ég að við getum sagt að ein ástæða þess að fólk vill lesa um glæpamál úr sínu eigin umhverfí sé sú að glæpir taka meira pláss í samfélaginu en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings helst þetta þó ekki endilega í hendur við það að glæpum hafi fjölgað, heldur hefur umfjöllunin um þá vaxið svo mjög að ótti okkar við glæpi er miklu meiri en áður, jafnframt erum við tilbúnari að trúa því að þeir séu allt í kringum okkur. En þessi skýring á vart við um sögur Arnaldar. Þær fjalla alls ekki um glæpi sem vandamál í samtímanum, nema þá helst í hliðarsögum af dóttur lögreglumannsins Erlendar, Evu Lind sem er djúpt sokkin í eitur- lyfjaneyslu. Glæpasögur Arnaldar eru honum miklu frekar tæki til að beina sjónum að öðrum álitamálum samtíma og sögu en glæpum: erfða- fræði og persónuupplýsingum í Mýrinni og Sonum duftsins, heimilis- ofbeldi í Grafarþögn, nýríkum kvótakóngum í Bettý og nú loks arfi sósíal- ismans og hugarfarslegum afleiðingum kalda stríðsins í Kleifarvatni. Á hinn bóginn kom út skáldsaga fyrir jól sem fjallar beinlínis um heim íslenskra glæpamanna, þótt hún verði engan veginn talin glæpasaga; og varla spennusaga heldur þótt hún sé kölluð þriller á kápu. Þetta er skáld- sagan Svartur á leik eftir Stefán Mána. Stefán Máni hefur, eins og hann TMM 2005 • 1 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.