Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 95
Menningarvettvangurinn og 9.04), síðan koma sérstaklega valdar myndir frá velmektardögum þessa ágæta bíós. Sú fyrsta er ítalsk-franska kvikmyndin Anna (Alberto Lattuada, 1951) með hinni undurfögru Silvana Mangano í hlutverki nunnunnar og næturklúbbs- dansarans Önnu (12. og 16.04). Þá kemur mynd sem enn hefur ekki gleymst þeirri sem þetta ritar þótt ríflega fjörutíu ár séu síðan hún sá hana: rússneska myndin Þegar trönurnar fljúga eítir Mikhail Kalatozov (1957) sem fékk gull- pálmann í Cannes 1958. Líklega stendur hún undir hinu margnotaða en oft geigandi orði „ógleymanleg“ (19. og 23.04). Síðust í apríl er svo El angel exter- tninadoreða Engill dauðans eftir Luis Bunuel frál962 (26. og 30.). í maí getur fólk svo hlakkað til að endurnýja kynnin af djörfum dönskum gamanmyndum frá sjöunda áratug síðustu aldar! I apríl verður þriggja vikna kvikmyndahátíð með sannkölluðu veisluborði nýrra bíómynda í öllum helstu kvikmyndahúsum landsins. Aðalmyndin verður Diarios de motocicleta sem byggð er á dagbókum Che Guevara frá ferðalagi hans um S.-Ameríku á námsárum hans. Leikstjórinn, Walter Salles, kemur á hátíðina. Leiklist Meðal þess sem við getum vænst í leikhúsunum á útmánuðum er nýtt leikverk eftir Kristínu Ómarsdóttur, Segðu mér allt, í Borgarleikhúsinu. Kristín hefur ekki setið auðum höndum. Fyrir jól kom út eftir hana óvænt og óvenjuleg skáldsaga, Hér, og í janúar frumsýndi Nemendaleikhús Listaháskólans leikritið Spítalaskip eftir hana. Leikstjóri Segðu mér allt er Auður Bjarnadóttir sem hefur áður leikstýrt Ástarsögu 3 eftir Kristínu (LR 1997) en aðalhlutverkið, telpuna Guð- rúnu sem er bundin við hjólastól, leikur Álfrún Örnólfsdóttir. I Þjóðleikhúsinu var nýlega frumsýnt leikritið Mýrarljós eftir Marinu Carr undir stjórn Eddu Heiðrúnar Backmann sem sýndi leikstjórnarhæfileika sína fýrst í Svikum Harolds Pinter hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur. Þar eigum við líka von á nýrri íslenskri úrvinnslu úr ævintýrum H. C. Andersens eftir grallarana Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason sem þekktir eru úr Hugleik. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Sérstakt tilhlökkunarefni er svo nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson, Dínamit, sem Stefán Baldursson leikstýrir. Það fjallar um heimspekilega byltingarmanninn Friedrich Nietzsche og fær Hilmir Snær Guðnason að leika hann. Bókaflóðið Jólabókaflóðið var stórt og mikið í ár og margar bækur væri vert að nefna hér til viðbótar við yíirlitsgrein Jóns Yngva Jóhannssonar yfir skáldsögur hér að framan. Meðal fræðibóka er til dæmis mikið verk Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings um sjálfsbókmenntir á 20. öld - sjáifsævisögur, endurminningar, samtalsbækur, skáldævisögur og ævisögur. Bókin heitir Fortíðardraumar (Háskólaútgáfan) og er hin níunda í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar. Þar skilgreinir höfúndur ítarlega hugtakið „sjáifsbókmenntir" og TMM 2005 • 1 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.