Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 96
Menningarvettvangurinn
alla flokka þess og nefnir fjölmörg rit sem dæmi um þá. Þá fjallar hann um
helstu heimildir þeirra sem skrifa sjálfsbókmenntir, enn með mörgum dæmum
um ólíkar heimildir og meðferð þeirra.
í kaflanum „Sögur í samtímanum“ fer Sigurður Gylfi ítarlega ofan í fyrsta
bindið af ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness,
viðbrögð við því með og á móti í töluðu og rituðu máli. Er óhætt að segja að Sig-
urður Gylfi velti við hverjum einasta steini í þessu máli og gái vandlega undir
hann. Skemmtilegast er ímyndað viðtal höfundar við Hannes (bls. 289-291) þar
sem Sigurður sýnir mögulega málsvörn Hannesar. í viðauka við bókina er afar
gagnleg skrá um útgefnar sjálfsævisögur, endurminningarit og samtalsbækur frá
upphafi til 2004 sem Monika Magnúsdóttir tók saman.
Róbert H. Haraldsson heimspekingur gaf út á ensku bók um leikritið Fjand-
mann fólksins eftir Henrik Ibsen undir heitinu Plotting Against a Lie (Háskóla-
útgáfan). Þar skyggnist Róbert ofan í textann og spyr einkum um afstöðu Ibsens
til aðalpersónunnar, Stockmanns læknis. Er læknirinn málpípa höfundar síns?
Vill Ibsen að við tökum hann alvarlega eða reynir hann að afhjúpa þversagnir í
persónu sinni? Mikið hefur verið skrifað um þessa merkilegu persónu síðan hún
var sköpuð fyrir meira en 120 árum og Róbert spyr óþægilegra spurninga um
persónuleika læknisins og hugsanlega bresti hans. En þegar allt kemur heim og
saman verður þetta traust varnarrit fyrir lækninn og höfund hans.
Meðal ljóðabóka síðasta árs ber fyrst að nefna Fiskar hafa enga rödd eftir Vil-
borgu Dagbjartsdóttur (JPV útgáfa). Þar má til dæmis finna ljóðin sem birtust í
1. heffi Tímaritsins 2004 sem löngu er ófáanlegt. Aftan við frumsömdu ljóðin
eru þýðingar á þremur ljóðum eftir Sylviu Plath.
Ekki láir við stein heitir þrettánda ljóðabók Baldurs Óskarssonar sem Orms-
tunga gaf út, mikil bók með yfir hundrað frumsömdum og þýddum ljóðum sem
aðdáendur hans fagna. Lesarkir landsins effir Sigurlaug Elíasson (Mál og menn-
ing) munu líka gleðja aðdáendur hans.
Heimsósómakvæði Sigfúsar Bjartmarssonar í bókinni Andrœði (Bjartur)
vöktu mikla lukku meðal róttæklinga af öllu tagi enda snilldarlega gerð.
Bókaútgáfan Salka kom sterkt inn sem ljóðabókaútgefandi; þaðan komu Mót-
mceli með þátttöku, bítsaga eftir Kristian Guttesen, Augað í steininum eftir Þóru
Ingimarsdóttur, Á leiðinni eftir Sigurð Skúlason og í Ijós eftir Hallgerði Gísla-
dóttur. I hinni síðastnefndu er þessi góða staka undir heitinu „Gamlar konur eru
umfram allt varasamar þegar þær þykjast vera veikar“:
Eftir að hafa gamnað sér með úlfinum
át amma Rauðhettu
þambaði vínið
og bruddi kökurnar
Bláin heitir blá bók með úrvalsljóðum Steingerðar Guðmundsdóttur (1912-
1999, JPV útgáfa), Formála skrifar Halla Kjartansdóttir en Steingerður hafði sjálf
gengið frá úrvalinu áður en hún lést. „Ljóð hennar bera vott um viðkvæma lund,
94
TMM 2005 ■ 1