Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 101
Bókmenntir sérlundaðir einstaklingar á borð við Jóhannes Geir, Einar G. Baldvins- son, Veturliða Gunnarsson, Hring Jóhannesson að ógleymdum Svav- ari Guðnasyni, sem stóð nokkuð á skjön við Septembermennina þótt myndlist hans væri sprottin af svip- uðum rótum og þeirra. Þá er einnig athyglisvert hvar þá félaga ber niður í myndlistinni á árunum 1959-65. Þeir sem voru málarar að upplagi, segjum Tryggvi, Eyjólfur, Vilhjálmur og Steinþór, sniðganga bæði frönskættuðu geó- metríuna og ljóðrænu afstraktlist- ina, og leita þess í stað fanga í efnis- mikilli og náttúrutengdri afstrakt- myndlist De Staels og Poliakoffs, en einnig koma einhverjir bandarískir afstraktlistamenn við sögu þeirra. Nokkrar myndir frá þessu skeiði er að finna í bók Tryggva, sem í heild sinni er verðugt rannsóknarefni fyrir glöggan listfræðing. Út úr afstraktveseninu Síðasta hluta bókar sinnar helgar Tryggvi frumbýlingsárum sínum og konu sinnar í Kaupmannahöfn, þar sem hann „losaði sig út úr afstraktveseninu" með því að láta undan ágengum veruleikanum; þetta var enda tímabil Víetnam- stríðsins sem lét engan ósnortinn. Það er síðan ádeilumálarinn Tryggvi sem fyrst kemur fyrir sjónir íslenskra áhorfenda á Súm-sýningunum 1969-71.1 dag gerir hann fremur lítið úr þessum elstu verkum sínum, segir að málverk sé ekki „rétta tækið fyrir pólitískan áróður“. Engu að síður vill hann umfram allt eiga „skoð- anaskipti við samfélagið" með myndum sínum. Til þessa hefur Tryggvi vikið sér undan því að svara spurningum um áfram- hald þessarar frásagnar. Hér með er hann hvattur til að teygja lopann fram yfir Súm tímabilið, en þar hafa allt of fáir þátttakendur verið til frásagnar. Og fáir þeirra jafn skemmtilegir og Tryggvi Ólafsson. Tryggvi Ólafsson lét ekki nœgja að hlusta á djass, hann hefur teiknað og málað marga helstu djassleikarana, m.a. sjálfan Louis Armstrong sem hann hitti í Kaupmannahöfn. TMM 2005 • 1 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.