Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 105
Bökmenntir sjálfsagt segja eins og Selma Lagerlöf um sögupersónu sína Gösta Berling: Hann var sá sterkasti og veikasti meðal mannanna. Pétur Pan? Túlkanir Jóns á ritverkum Jóhanns eru off skarplegar og vel rökstuddar, þó er ekki alltaf auðvelt að vera sammála þeim. Ein grundvailarhugmynda Jóns er sú að Jóhann hafi alla tíð verið í sporum unglingsins eða drengsins sem vill ekki verða fullorðinn eins og hin fræga bókmenntapersóna Pétur Pan. Þá hugmynd notar hann til þess að skýra hvers vegna Jóhann lætur Galdra-Loft vera svo ráð- villtan sem raun ber vitni. Hann er að mati Jóns staddur í óreiðu unglingsáranna þar sem allar útgönguleiðir virðast jafn óaðgengilegar. Skýringanna er þá leitað í persónu Lofts og persónu Jóhanns, ekki í samtímanum. Jóhann Sigurjónsson kom sannarlega aldrei góðri reiðu á líf sitt. Hann barðist við að ná valdi á því með galdri skáldskaparins og hann leitaði, að rómantískum og nýrómantískum hætti, að svörum í sagnaarfi þjóðarinnar. Galdra-Loftur fjallar um það að ná valdi á aðstæðum sínum en Fjalla-Eyvindur að hluta til að minnsta kosti um frelsið og rétt ástarinnar gagnvart reglum samfélagsins. Við- fangsefni þessara tveggja leikrita eru einnig tímanna tákn að því leyti að bæði viðfangsefnin teljast til glímunnar við sjálfsveruna og stöðu hennar: Hver er ég andspænis umhverfi mínu og hver er tilfinningalegur réttur minn? Það er fjöldamargt í þessu mikla riti Jóns Viðars sem eldci hefur verið rætt hér. Ég hvet unnendur bóka til þess að nálgast það, lesa og vera sammála og ósam- mála því sem þar er sagt. Þó að hér hafi verið fundið að ýmsu þá er þetta lykilrit um Jóhann Sigurjónsson. Skafti Þ. Halldórsson Öndergrándið er akademía Einar Már Guðmundsson: Bítlaávarpið. Mál og menning 2004. Varla verður annað sagt en Einar Már Guðmundsson sé á kunnuglegum slóðum í nýjustu bók sinni, Bítlaávarpinu. Raunar má segja að búast hefði mátt við henni. Hverfisþríleikurinn var aldrei fullkomnaður enda týndist aðalpersónan og sögu- maðurinn í fýrstu tveimur bókunum einhvers staðar eða samsamaðist höfundi í Vcengjaslœtti íþakrennum. Hér tekur höfundur Jóa bókstaflega upp úr skúffunni á nýjan leik og beinir bernskum augum hans að veruleika Bítlaáranna. Líta má því á bókina sem einhvers konar sjálfstætt framhald Vængjasláttar í þakrennum. Þrátt fyrir þessi tengsl er töluverður stílmunur á verkunum. Hinn myndríki og oft á tíðum ljóðræni stíll hverfisbókanna, fullur með lýsingar á morgunroða TMM 2005 ■ 1 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.