Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 105
Bökmenntir
sjálfsagt segja eins og Selma Lagerlöf um sögupersónu sína Gösta Berling: Hann
var sá sterkasti og veikasti meðal mannanna.
Pétur Pan?
Túlkanir Jóns á ritverkum Jóhanns eru off skarplegar og vel rökstuddar, þó er
ekki alltaf auðvelt að vera sammála þeim. Ein grundvailarhugmynda Jóns er sú
að Jóhann hafi alla tíð verið í sporum unglingsins eða drengsins sem vill ekki
verða fullorðinn eins og hin fræga bókmenntapersóna Pétur Pan. Þá hugmynd
notar hann til þess að skýra hvers vegna Jóhann lætur Galdra-Loft vera svo ráð-
villtan sem raun ber vitni. Hann er að mati Jóns staddur í óreiðu unglingsáranna
þar sem allar útgönguleiðir virðast jafn óaðgengilegar. Skýringanna er þá leitað
í persónu Lofts og persónu Jóhanns, ekki í samtímanum.
Jóhann Sigurjónsson kom sannarlega aldrei góðri reiðu á líf sitt. Hann barðist
við að ná valdi á því með galdri skáldskaparins og hann leitaði, að rómantískum
og nýrómantískum hætti, að svörum í sagnaarfi þjóðarinnar. Galdra-Loftur
fjallar um það að ná valdi á aðstæðum sínum en Fjalla-Eyvindur að hluta til að
minnsta kosti um frelsið og rétt ástarinnar gagnvart reglum samfélagsins. Við-
fangsefni þessara tveggja leikrita eru einnig tímanna tákn að því leyti að bæði
viðfangsefnin teljast til glímunnar við sjálfsveruna og stöðu hennar: Hver er ég
andspænis umhverfi mínu og hver er tilfinningalegur réttur minn?
Það er fjöldamargt í þessu mikla riti Jóns Viðars sem eldci hefur verið rætt hér.
Ég hvet unnendur bóka til þess að nálgast það, lesa og vera sammála og ósam-
mála því sem þar er sagt. Þó að hér hafi verið fundið að ýmsu þá er þetta lykilrit
um Jóhann Sigurjónsson.
Skafti Þ. Halldórsson
Öndergrándið er akademía
Einar Már Guðmundsson: Bítlaávarpið. Mál og menning 2004.
Varla verður annað sagt en Einar Már Guðmundsson sé á kunnuglegum slóðum
í nýjustu bók sinni, Bítlaávarpinu. Raunar má segja að búast hefði mátt við henni.
Hverfisþríleikurinn var aldrei fullkomnaður enda týndist aðalpersónan og sögu-
maðurinn í fýrstu tveimur bókunum einhvers staðar eða samsamaðist höfundi í
Vcengjaslœtti íþakrennum. Hér tekur höfundur Jóa bókstaflega upp úr skúffunni
á nýjan leik og beinir bernskum augum hans að veruleika Bítlaáranna. Líta má
því á bókina sem einhvers konar sjálfstætt framhald Vængjasláttar í þakrennum.
Þrátt fyrir þessi tengsl er töluverður stílmunur á verkunum. Hinn myndríki
og oft á tíðum ljóðræni stíll hverfisbókanna, fullur með lýsingar á morgunroða
TMM 2005 ■ 1
103