Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 112
Bókmenntir
í Samkvæmisleikjum er heimurinn einmitt eins óþægilega lítill og við eyjar-
skeggjar finnum reglulega fyrir, tilviljanir einmitt eins tíðar, alltaf skal maður
þekkja mann sem þekkir mann - og í bókinni er stöðugt undirstrikað hvað lífs-
mynstrið sjálft er viðkvæmt: að leið manneskjunnar í gegnum lífið, inn í
aðstæður, niður götur, upp á gangstéttir og inn og út úr gluggalausum útsýnis-
turnum sé svo mörgum tilviljunum háð að það geti hreinlega ekki staðist: að
allar þessar tilviljanir séu jafnvel eftir allt saman hreint engar tilviljanir heldur
vísbending um einhverskonar æðra skipulag - örlög - útdeilingu Náttúrunnar á
refsingum fyrir framda glæpi.
Tilvísanir
1 Bragi Ólafsson, Samkvœmisleikir, Bjartur, Reykjavík 2004. Bls. 48.
2 Bragi Ólafsson, Klink, Bjartur, Reykjavík 1995.
3 Samkvæmisleikir, bls. 62.
4 Bragi Ólafsson, Hvíldardagar, Bjartur, Reykjavík 1999.
5 Samkvœmisleikir, bls. 141. Þetta kallast mjög á við kenningar póststrúktúralista um
óáreiðanleika tungumálsins og skortinn sem er innbyggður í það. Franski speking-
urinn Jacques Derrida nefndi fyrirbærið skilafrest: orðin í tungumálinu ná aldrei
alveg að snerta raunveruleika hlutarins sem þau reyna að lýsa.
6 Samkvæmisleikir, bls. 5.
7 Samkvœmisleikir, bls. 108-109. Leturbreyting er upprunaleg.
8 Samkvæmisleikir, bls. 52.
110
TMM 2005 • 1