Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 114
Leiklist
Leikhópur Borgarleikhússins í Híbýlum vindanna.
unnar Maríu Jónsdóttur voru flestir fallegir, þó að búningur Daða hafi gert
þennan milda stjórnmálamann full trúðslegan.
En þetta er því miður ekki nóg. Sýningin líður eins og áður sagði fyrir það að
handritshöfundur tekur ekki ákvörðun um hvaða sögu á að segja heldur freistast
til að endursegja bókina. Það er bara eleki hægt á einni kvöldstund. Leikararnir
gerðu hvað þeir gátu til að fylla upp í gapið sem myndaðist þegar leið á sýning-
una og áhorfendur komust betur og betur að því að þeir fengju ekki að kynnast
einni einustu persónu almennilega. Hver var eiginlega þessi Jón Arason, nú eða
synir hans, Ari, Björn og Sigurður? Hvers vegna segir Ari við banabeð konu
sinnar að hann hafi ekki einu sinni haldið framhjá henni í huganum? Þessi gríð-
arlega ást þeirra í millum hafði algerlega farið framhjá áhorfendum. Eða Þórunn
Jónsdóttir? Hver er hún? Jú, gott ef áhorfandinn fann ekki meiri spennu á milli
hennar og bróður hennar Ara en milli hans og hans ektakonu! Það hlýtur að
hafa verið tilviljun því að elckert í sögunni benti til að svo væri. En það er ekki
við leikarana að sakast. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að segja einhverja sögu,
kveikja einhverjar tilfinningar, en elckert gelck.
I Híbýlum vindanna er svipað upp á teningnum. Allt of mikið efni. Þó er
reynt að staldra við dramatísku stundirnar í verkinu, dauðsföll barnanna, en
þegar á Jíður verður það eiginlega pínlega lítið hrífandi. Hvert barnið á fætur
öðru borið til grafar án þess að við fáum að kynnast þeim eða vesalings foreldr-
unum. Eina myndin sem dregin er upp af þessu fólki eru hryggðarmyndir for-
eldra sem hafa þurft að sjá eftir barni sínu. Og einhverra hluta vegna þá var
áhorfandanum sem hér skrifar alveg hjartanlega sama.
Allt er þetta sett saman með tóndæmum, elcki til að styrkja sýninguna heldur
meira til að fylla upp í. Hefði ekki mátt segja meira frá fólkinu? Hefði ekki mátt
112
TMM 2005 • 1