Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 116
Þegar Guð spilaði á píanó
Á síðasta ári var í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í mennta- og menningar-
stjórnun hér á landi. Það var Viðskiptaháskólinn á Bifröst sem tók þetta merki-
lega skref og eftir því sem mér skilst fór þátttakan fram úr björtustu vonum for-
ráðamanna skólans; rúmlega þrjátíu manns skráðu sig. Námið var auglýst í vor
og ég sótti um í snarheitum; ég hef verið á vinnumarkaðinum í rúman áratug,
var í formlegu námi í City University í London veturinn 1990-1991 og það er
auðvitað fyrir alltof löngu síðan.
Kynningarfundur um námið var haldinn á Jónsmessu á Bifröst, en strax á eftir
var snæddur kvöldverður sem ég man ekki hvort var í boði skólans eða ekki. Ég
sat með vini mínum Snorra Traustasyni, skólastjóra Waldorfskólans, og vinkonu
minni Sigrúnu Grendal, formanni Félags tónlistarskólakennara, en á nálægum
borðum voru mörg þekkt andlit úr lista- og menningarlíhnu.
Námið hófst um miðjan júlí og stóð þessi fyrsta önn í fimm vikur. Á Bifröst er
pínulítið þorp auk skólans, allnokkrar litlar fjölskylduíbúðir en einnig herbergi
fyrir fólk sem annaðhvort var ekki með fjölskylduna með sér eða átti ekki fjöl-
skyldu. Ég var nýskilinn við konuna mína og bjó í litlu herbergi á svæði sem kall-
ast Rauða hverfið. Því miður átti það lítið sameiginlegt með samnefndu hverfi í
Amsterdam; nafnið var einfaldlega tilkomið af því að húsin eru rauð á litinn.
Hámenning og lágmenning
Eitt af því sem kennt var á sumarönninni á Bifröst var nútímafræði. Þar voru
kynnt verk nokkurra helstu höfunda samtímans á sviði menningarfræði, heim-
speki og sagnfræði. Meðal annars var fjallað um flokkun menningar í módern-
isma, framúrstefnu, þjóðlega list, vinsæla list, o.s.frv. Fram kom að skörun ólíkra
menningarstrauma sé meðal þess sem einkennir nútímann og að munurinn á
há- og lágmenningu verði æ óljósari. Menningarumfjöllun Morgunblaðsins var
tekin sem dæmi, en hún var lengi þríþætt. Listgagnrýni var á menningarsíð-
unum, ítarlegri umfjöllun um hámenningu í Lesbókinni og greinar um dægur-
menningu aftast í blaðinu. Skipulaginu var breytt seint í júní s.l. þegar tekið var
upp á því að blanda saman há- og lágmenningu, bæði síðast í blaðinu og í les-
bókinni. Breytingin var rökstudd í leiðara þar sem haldið var fram að skilin á
milli hefðbundinnar menningar og dægurmenningar hafi smátt og smátt verið
114
TMM 2005 • 1