Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 118
Tónlist óheyrilegur. Þröstur samþykkti greinina og birtist hún um miðjan september þegar vetrarstarf Sinfóníunnar var nýlega hafið. Fjaðrafok Ég varð alveg steinhissa á fjaðrafokinu sem greinin olli. Viðtöl og greinar um list- ræna stefnu Sinfóníunnar voru í Mogganum í marga daga á eftir, meira að segja heilt Reykjavíkurbréf, og Halldór Hauksson, tónlistargagnrýnandi Ríkisútvarps- ins og formaður vinafélags Sinfóníunnar, bauð mér að vera með framsögu á málþingi um Sinfóníuna í Iðnó í byrjun október. Málþingið var um hámenningu og lágmenningu og hlutverk Sinfóníunnar, sérstakiega gagnvart íslenskri nútímatónlist. Aðrir sem héldu þarna erindi voru Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans; Sigfríður Björnsdóttir, forstöðu- maður Tónverkamiðstöðvarinnar og Arnþór Jónsson, fýrrverandi formaður verkefnavalsnefndar Sinfóníunnar. í ávarpi mínu sagði ég meðal annars þetta: „Við megum ekki gleyma að tón- listarmenningin er ein af forsendum þess að við getum kallað okkur menning- arþjóð. Þjóðlegur hluti íslenskrar tónlistarmenningar er það sem gefur henni sérstöðu og því er nauðsynlegt að hlúa að sérkennum íslenskrar tónlistarmenn- ingar og hvetja til nýsköpunar. Þetta er staðreynd, burtséð frá því að stór hluti íslenskra tónverka sé kannski ekkert ýkja merkilegur. Ég er því á þeirri skoðun að ný íslensk tónlist verði að vera stærri hluti af listrænum markmiðum Sinfón- íunnar en verið hefur undanfarin ár. Skemmtunar-mælikvarðinn má ekki vera allsráðandi, hljómsveitinni ber skylda til að gefa íslensku tónskáldunum ríku- legri tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri." Hústónskáld Sinfóníunnar Félagar mínir við pallborðið voru á svipuðum nótum, og flestir áheyrenda sem stóðu upp og tóku til máls virtust vera það líka. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar, tilkynnti á málþinginu að fjárveiting hefði fengist fyrir því að Sinfónían myndi framvegis eiga náið samstarf við eitthvert tiltekið íslenskt tónskáld og að Atli Heimir Sveinsson yrði þar fyrstur í röðinni. Ég held að flestir hafi verið sammála um að það lofaði góðu. Annars verður tíminn að leiða í ljós hvað þessi umræða mun leiða af sér; ég bíð a.m.k. spenntur eftir að sjá næstu vetrardagskrá Sinfóníunnar. Mér finnst ágætt að hljómsveitin skuli vera búin að koma sér upp „hústónskáldi“ - ég sakn- aði fyrirkomulagsins á árum áður sem kallað var „tónskáld vetrarins“, en þá voru flutt allnokkur verk eftir eitthvert tiltekið tónskáld ár hvert og fékk maður þannig einskonar þverskurð af starfi tónskáldsins. Síðasta „tónskáld vetrarins" var einmitt Atli Heimir, og því fannst mér það skjóta skökku við að ráða hann sem fyrsta hústónskáld Sinfóníunnar þrátt fyrir að ég hafi ekkert á móti honum sem slíkum. Þetta er samt spor í rétta átt og verður vonandi gaman að heyra útkomuna. 116 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.