Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 122
Höfundar efnis
Aðalsteinn Ingólfsson, f. 1948. Listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns fs-
lands.
Arndís Þórarinsdóttir, f. 1982. Bókmenntafræðinemi.
Ágústa Pétursdóttir Snæland, f. 1915. Hélt upp á níræðisafmælið sitt á Öskudaginn
og TMM sendir henni árnaðaróskir.
Davíð A. Stefánsson, f. 1973. Háskólanemi, ljóðskáld og stofnandi ljóð.is.
Geirlaugur Magnússon, f. 1944. Skáld. Nýjustu bækur hans eru dýra líf með frum-
sömdum ljóðum og lágmynd með þýðingum á ljóðum pólska skáldsins Tadeusz
Rozewicz (2004).
Heimir Pálsson, f. 1944. Lektor við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð.
Helga Vala Helgadóttir, f. 1972. Leikkona og útvarpsmaður.
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. Bókmenntafræðingur.
Jónas Sen, f. 1962. Tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.
Katrín Jakobsdóttir, f. 1976. Greinin er hluti af meistaraprófsritgerð hennar, “Ömur-
legt íslenskt morð” (2004).
Kristian Guttesen, f. 1974. Skáld. Nýjasta bók hans er Mótmæli með þátttöku. Bítsaga
(2004).
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949. Dósent við KHÍ. Nýjasta bók hans, Kall tímans. Um
rannsóknir Gríms Thomsen á frönskum og enskum bókmenntum, kom út í ritröð-
inni Studia Islandica (2004).
Linda Vilhjálmsdóttir, f. 1958. Skáld. Síðasta bók hennar var Lygasaga (2003). Fyrir
ljóðin hér í ritinu fékk hún Ljóðstaf Jóns úr Vör og sérstaka viðurkenningu að auki
(sjá bls. 6).
Páll Ólafsson, 1827-1905. Skáld og bóndi.
Skafti Þ. Halldórsson, f 1951. Kennari og bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið.
Sveinn Snorri Sveinsson, f. 1973. Hann hefur gefið út fimm ljóðabækur síðan 1991
og ljóðin í heftinu munu koma í bók síðar á þessu ári.
Valur Brynjar Antonsson, f. 1976. Skáld. Ljóðabók hans Ofurmennisþrá milli þunkts
og stjarna kom út hjá Nýhil 2004. Fyrir ljóðið hér í ritinu fékk hann viðurkenningu
við afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör í janúar sl.
120
TMM 2005 • 1