Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 4
Frá ritstjóra Gleðilegt ár, kæru lesendur, og kærar þakkir fyrir það gamla. Allra fyrst vil ég taka fram að grein Guðmundar Andra Thorssonar í fjórða hefti 2005, „Skáld“, var samin og birt í tilefni áttræðisafmælis Thors Vilhjálmssonar, eins og glöggir les- endur hafa eflaust áttað sig á. Síðasta hefti fór vel í lesendur. Munaði þar mikið um skemmtilega grein Unu Margrétar Jónsdóttur um dónalegar vísur sem krakkar kyrja þegar fullorðnir heyra ekki til, viðtal Jóns Yngva við Sjón í tilefni af Bókmenntaverðlaunum Norður- landa, smásögu Braga Ólafssonar sem gladdi hans fjölmörgu aðdáendur og öll ljóðin. Til dæmis sagði Heimir Pálsson í bréfi: „Og þó ekki væri annað en þessi eina síða eftir Hauk Ingvarsson væri ég sæll.“ Umsagnir um bækur voru margar og reynast afskaplega þakklátt efni. Að vísu sagðist Eiríkur Örn Norðdahl hafa fengið bágt fyrir sinn ritdóm um Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur - hann fékk að heyra að maður mætti ekki líkja skáldsögu við brjóst - en mun fleiri höfðu orð á að þetta væri frumleg og í þessu tilviki vel viðeigandi samlíking. Guðbergur Bergsson átti líka umsögn í síðasta hefti, um Múrinn hans Huldars Breiðfjörð. Þegar hann var búinn að renna yfir heftið skrifaði hann ritstjóra elskulegt bréf þar sem sagði m.a.: „Efnið er stundum í ætt við heima er best hvað andann áhrærir. Það er að segja, í því er lítil löngun til að fara langt út fyrir girð- inguna. Það er vegna þess að flestum finnst að þótt hún sé úr gaddavír - og kannski einmitt af þeirri mjúksáru ástæðu - munu örugglega hanga á henni hagalagðar sem hægt verði að nota í prjónles sem veldur ekki stjórnlausum kláða heldur mátulegum og gerir okkur lambtrygg fyrir bragðið, að þjóð með stóra drauma um reyfið mikla sem stenst örugglega samanburð við hæstu heimsins ský.“ Sigrún Davíðsdóttir skrifaði langa umsögn um heftið sem birt er í heild á heimasíðu TMM (www.tmm.is). Þar sagði hún m.a.: „Auðvitað naut ég þess í botn að lesa hálmstráavangaveltur Ingibjargar Haraldsdóttur [...] hún fléttar svo skemmtilega saman eigin upplifun og hugleiðingum annarra. [...] Áhugavert að sjáhvað Mikines hefur skrifað um íslenska málara [...]. Fékk mig til að hugsa aftur um þessa málara og hugleiða þá útfrá því sem hann segir. Ég hef aldrei verið hrifin af Scheving en ætla að endurskoða þá afstöðu mína [...] fannst ég alltaf merjast niður í ekki neitt í öllu öldurótinu og verða að engu frammi fyrir þessum ofur- hetjum hafsins. Nú þegar ég hvíli tryggilega í faðmi fjarlægðarinnar (umorðað úr grein Ingibjargar) þá hef ég meiri burði til að njóta Schevings, og hlakka mikið til að heimsækja hann á Listasafni íslands eftir jól.“ . TMM þakkar íslandsbanka innilega fyrir að auglýsa í öllum heftum síðasta árs og stuðla að útgáfunni þar með, og býður Landsbankann velkominn inn á aðra kápusíðu! Silja Aðalsteinsdóttir 2 TMM 2006 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.