Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 8
Harold Pinter
Allt önnur vandamál fylgja pólitísku leikhúsi. Þar verður umfram allt
að forðast predikanir. Hlutlægni er nauðsyn. Persónurnar verða að fá að
draga andann sjálfar. Höfundurinn getur ekki takmarkað þær og þrengt
að þeim til að laga þær að eigin smekk, geðslagi eða fordómum. Hann
verður að geta nálgast þær frá ýmsum sjónarhornum, jafnvel komið
þeim á óvart við og við, en gefið þeim samt frelsi til að fara þangað sem
þær vilja fara. Þetta tekst ekki alltaf. Og pólitískar háðsádeilur hirða
ekki um neina af þessum reglum, ganga reyndar þvert á þær eins og vera
ber.
í leikriti mínu Afmœlisveislunni held ég að ég leyfi mörgum mögu-
leikum að reyna sig í þéttum skógi tækifæra áður en ég einbeiti mér að
kúgunarþættinum.
Mountain Language þykist ekki gefa neina valmöguleika, það er
grimmt, stutt og ljótt verk. En hermennirnir í því fá nokkra skemmtun
út úr því. Manni gleymist stundum hvað pyntingamönnum fer fljótt að
leiðast. Þeir þurfa svolítið grín til að halda í góða skapið. Þetta kom í ljós
í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Mountain Language tekur aðeins 20
mínútur en það væri hægt að leika það klukkutímum saman, áfram og
áfram með því að endurtaka sama munstrið aftur og aftur, áfram og
áfram, klukkutíma eftir klukkutíma.
Ashes to Ashes gerist hins vegar ofan í vatni, held ég. Kona er að
drukkna, hönd er rétt upp úr öldunum, svo hverfur hún aftur, teygir sig
eftir öðrum en finnur engan, hvorki fyrir ofan né neðan vatnsyfirborð-
ið, bara skugga, speglanir á floti. Konan er týnd vera í drekkjandi lands-
lagi, kemst ekki hjá dómi sem virtist aðeins eiga við aðra.
En eins og þeir dóu hlýtur hún að deyja líka.
Pólitískt málfar eins og stjórnmálamenn beita því hættir sér ekki inn
á þessi svið vegna þess að meiri hluti stjórnmálamanna hefur, eftir því
sem heimildir okkar sýna, engan áhuga á sannleikanum heldur á völd-
um og varðveislu þeirra. Ef halda á völdum er nauðsynlegt að halda fólki
fáfróðu, láta það lifa óvitandi um sannleikann, jafnvel sannleika eigin
lífs. Þess vegna erum við umkringd miklu neti af lygum sem við nær-
umst á.
Eins og hver einasta manneskja hér veit voru rökin fyrir því að ráðast
inn í írak þau að Saddam Hussein réði yfir háskalegum gereyðingar-
vopnum sem jafnvel mætti beita með 45 mínútna fyrirvara og valda
ómældum skaða. Við vorum fullvissuð um sannleiksgildi þessa. Þetta
var ósatt. Okkur var sagt að írak ætti samskipti við A1 Qaeda og bæri
hluta af ábyrgðinni á hryðjuverkunum í New York 11. september 2001.
Við vorum fullvissuð um sannleiksgildi þessa. Þetta var ósatt. Okkur
6
TMM 2006 • 1