Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 8
Harold Pinter Allt önnur vandamál fylgja pólitísku leikhúsi. Þar verður umfram allt að forðast predikanir. Hlutlægni er nauðsyn. Persónurnar verða að fá að draga andann sjálfar. Höfundurinn getur ekki takmarkað þær og þrengt að þeim til að laga þær að eigin smekk, geðslagi eða fordómum. Hann verður að geta nálgast þær frá ýmsum sjónarhornum, jafnvel komið þeim á óvart við og við, en gefið þeim samt frelsi til að fara þangað sem þær vilja fara. Þetta tekst ekki alltaf. Og pólitískar háðsádeilur hirða ekki um neina af þessum reglum, ganga reyndar þvert á þær eins og vera ber. í leikriti mínu Afmœlisveislunni held ég að ég leyfi mörgum mögu- leikum að reyna sig í þéttum skógi tækifæra áður en ég einbeiti mér að kúgunarþættinum. Mountain Language þykist ekki gefa neina valmöguleika, það er grimmt, stutt og ljótt verk. En hermennirnir í því fá nokkra skemmtun út úr því. Manni gleymist stundum hvað pyntingamönnum fer fljótt að leiðast. Þeir þurfa svolítið grín til að halda í góða skapið. Þetta kom í ljós í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Mountain Language tekur aðeins 20 mínútur en það væri hægt að leika það klukkutímum saman, áfram og áfram með því að endurtaka sama munstrið aftur og aftur, áfram og áfram, klukkutíma eftir klukkutíma. Ashes to Ashes gerist hins vegar ofan í vatni, held ég. Kona er að drukkna, hönd er rétt upp úr öldunum, svo hverfur hún aftur, teygir sig eftir öðrum en finnur engan, hvorki fyrir ofan né neðan vatnsyfirborð- ið, bara skugga, speglanir á floti. Konan er týnd vera í drekkjandi lands- lagi, kemst ekki hjá dómi sem virtist aðeins eiga við aðra. En eins og þeir dóu hlýtur hún að deyja líka. Pólitískt málfar eins og stjórnmálamenn beita því hættir sér ekki inn á þessi svið vegna þess að meiri hluti stjórnmálamanna hefur, eftir því sem heimildir okkar sýna, engan áhuga á sannleikanum heldur á völd- um og varðveislu þeirra. Ef halda á völdum er nauðsynlegt að halda fólki fáfróðu, láta það lifa óvitandi um sannleikann, jafnvel sannleika eigin lífs. Þess vegna erum við umkringd miklu neti af lygum sem við nær- umst á. Eins og hver einasta manneskja hér veit voru rökin fyrir því að ráðast inn í írak þau að Saddam Hussein réði yfir háskalegum gereyðingar- vopnum sem jafnvel mætti beita með 45 mínútna fyrirvara og valda ómældum skaða. Við vorum fullvissuð um sannleiksgildi þessa. Þetta var ósatt. Okkur var sagt að írak ætti samskipti við A1 Qaeda og bæri hluta af ábyrgðinni á hryðjuverkunum í New York 11. september 2001. Við vorum fullvissuð um sannleiksgildi þessa. Þetta var ósatt. Okkur 6 TMM 2006 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.