Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 11
List, sannleikur og stjórnmál rifsstarfsemi. f augum Bandaríkjastjórnar var verið að gefa háskalegt fordæmi. Ef Nicaragua yrði leyft að koma á lágmarks réttlæti í félagslegu og efnahagslegu tilliti, ef þjóðinni yrði leyft að bæta heilsuvernd og menntun og koma á félagslegri eindrægni og almennri sjálfsvirðingu þá myndu nágrannaríkin spyrja sömu spurninga og gera eins. Á þessum tíma var auðvitað mikil ólga í E1 Salvador. Ég nefndi áðan lyganetið sem umlykur okkur. Reagan forseti lýsti Nicaragua opinberlega sem ‘dýflissu alræðisins’. Þetta þótti flestum fjöl- miðlum og bresku ríkisstjórninni nákvæm og sanngjörn lýsing. En það eru engar skýrslur til um dauðasveitir Sandinistastjórnar. Engar skýrslur um pyntingar. Engar skýrslur um kerfisbundið ofbeldi hersins. Engir prestar voru myrtir í Nicaragua. Reyndar voru þrír prestar í stjórninni, tveir Jesúítar og Maryknoll-trúboði. Dýflissur alræðisins voru á næstu bæjum, í El Salvador og Gvatemala. Bandaríkin höfðu steypt lýðræðis- lega kosinni stjórn Gvatemala 1954 og talið er að yfir 200.000 manns hafi orðið herforingjastjórnum að bráð þar síðan. Sex fremstu Jesúítar í heimi voru myrtir á grimmilegan hátt í Mið- ameríska háskólanum í San Salvador 1989 af flokki úr Alcatl-hersveit- inni sem þjálfuð var í Fort Benning í Georgíu í Bandaríkjunum. Sá hugrakki maður Romero erkibiskup var myrtur meðan hann söng messu. Talið er að 75.000 manns hafi dáið. Af hverju var þetta fólk drep- ið? Það var drepið af því það trúði að það gæti öðlast betra líf. Þessi trú gerði það umsvifalaust að kommúnistum. Það dó af því það þorði að andmæla ástandinu, endalausri fátækt, sjúkdómum, niðurlægingu og kúgun sem það hafði þurft að þola frá fæðingu. Bandaríkin komu stjórn Sandinista frá að lokum. Það tók nokkur ár og talsverða mótspyrnu en hlífðarlausar efnahagsþvinganir og 30.000 lík drógu að lokum kraftinn úr þjóð Nicaragua. Hún var buguð og ör- snauð á ný. Spilavítin fluttust inn í landið aftur. Ókeypis heilsugæsla og menntun heyrðu sögunni til. Stórfyrirtækin komu aftur og létu til sín taka. „Lýðræðið“ hafði sigrað. Þessi stefna var hreint ekki bundin við Mið-Ameríku. Henni var fylgt um allan heim. Hún var endalaus. Þó var eins og hún hefði aldrei verið til. Bandaríkin studdu og komu iðulega á hægri sinnuðum herforingja- stjórnum víðs vegar um heim eftir síðari heimsstyrjöld. Þá er ég að vísa til Indónesíu, Grikklands, Úrúgvæ, Brasilíu, Paragvæ, Haíti, Tyrklands, Fillipseyja, Gvatemala, E1 Salvador og Chile - síðast en ekki síst. Hryll- ingurinn sem Bandaríkin kölluðu yfir Chile árið 1973 verður aldrei afmáður og aldrei fyrirgefinn. TMM 2006 • 1 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.