Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 11
List, sannleikur og stjórnmál
rifsstarfsemi. f augum Bandaríkjastjórnar var verið að gefa háskalegt
fordæmi. Ef Nicaragua yrði leyft að koma á lágmarks réttlæti í félagslegu
og efnahagslegu tilliti, ef þjóðinni yrði leyft að bæta heilsuvernd og
menntun og koma á félagslegri eindrægni og almennri sjálfsvirðingu þá
myndu nágrannaríkin spyrja sömu spurninga og gera eins. Á þessum
tíma var auðvitað mikil ólga í E1 Salvador.
Ég nefndi áðan lyganetið sem umlykur okkur. Reagan forseti lýsti
Nicaragua opinberlega sem ‘dýflissu alræðisins’. Þetta þótti flestum fjöl-
miðlum og bresku ríkisstjórninni nákvæm og sanngjörn lýsing. En það
eru engar skýrslur til um dauðasveitir Sandinistastjórnar. Engar skýrslur
um pyntingar. Engar skýrslur um kerfisbundið ofbeldi hersins. Engir
prestar voru myrtir í Nicaragua. Reyndar voru þrír prestar í stjórninni,
tveir Jesúítar og Maryknoll-trúboði. Dýflissur alræðisins voru á næstu
bæjum, í El Salvador og Gvatemala. Bandaríkin höfðu steypt lýðræðis-
lega kosinni stjórn Gvatemala 1954 og talið er að yfir 200.000 manns
hafi orðið herforingjastjórnum að bráð þar síðan.
Sex fremstu Jesúítar í heimi voru myrtir á grimmilegan hátt í Mið-
ameríska háskólanum í San Salvador 1989 af flokki úr Alcatl-hersveit-
inni sem þjálfuð var í Fort Benning í Georgíu í Bandaríkjunum. Sá
hugrakki maður Romero erkibiskup var myrtur meðan hann söng
messu. Talið er að 75.000 manns hafi dáið. Af hverju var þetta fólk drep-
ið? Það var drepið af því það trúði að það gæti öðlast betra líf. Þessi trú
gerði það umsvifalaust að kommúnistum. Það dó af því það þorði að
andmæla ástandinu, endalausri fátækt, sjúkdómum, niðurlægingu og
kúgun sem það hafði þurft að þola frá fæðingu.
Bandaríkin komu stjórn Sandinista frá að lokum. Það tók nokkur ár
og talsverða mótspyrnu en hlífðarlausar efnahagsþvinganir og 30.000
lík drógu að lokum kraftinn úr þjóð Nicaragua. Hún var buguð og ör-
snauð á ný. Spilavítin fluttust inn í landið aftur. Ókeypis heilsugæsla og
menntun heyrðu sögunni til. Stórfyrirtækin komu aftur og létu til sín
taka. „Lýðræðið“ hafði sigrað.
Þessi stefna var hreint ekki bundin við Mið-Ameríku. Henni var fylgt
um allan heim. Hún var endalaus. Þó var eins og hún hefði aldrei verið
til.
Bandaríkin studdu og komu iðulega á hægri sinnuðum herforingja-
stjórnum víðs vegar um heim eftir síðari heimsstyrjöld. Þá er ég að vísa
til Indónesíu, Grikklands, Úrúgvæ, Brasilíu, Paragvæ, Haíti, Tyrklands,
Fillipseyja, Gvatemala, E1 Salvador og Chile - síðast en ekki síst. Hryll-
ingurinn sem Bandaríkin kölluðu yfir Chile árið 1973 verður aldrei
afmáður og aldrei fyrirgefinn.
TMM 2006 • 1
9