Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 15
List, sannleikur og stjórnmál Hershöfðingjar svikarar: Lítið á dautt hús mitt, lítið á brotinn Spán. En úr hverju dauðu húsi kemur logandi málmur í stað blóma, og úr hverju Spánarbroti kemur Spánn, og úr hverju dauðu barni kemur riffill með augu og hver glæpur fæðir byssukúlur sem með tíð og tíma hæfa ykkur í hjartastað. Þið munuð spyrja: Hví fjalla ekki ljóð hans um drauminn, um laufið, um eldfjöllin miklu í landi hans? Komið og sjáið blóðið á götunum komið og sjáið blóðið á götunum komið og sjáið blóðið á götunum! Leyfið mér að gera alveg ljóst að þegar ég vitna í ljóð Neruda þá er ég alls ekki að bera saman lýðveldið Spán og frak undir stjórn Saddams Huss- eins. Ég vitna í Neruda af því ég hef hvergi lesið eins magnaða mynd- ræna lýsingu á því þegar sprengjum er kastað á almenna borgara. Ég sagði áðan að Bandaríkin séu nú órög við að leggja spil sín á borð- ið. Það er satt. Yfirlýst stefna þeirra nú er ‘alger yfirráð’ - ‘full spectrum dominance'. Það eru ekki mín orð heldur þeirra. ‘Alger yfirráð’ þýðir yfirráð yfir landi, sjó, lofti og himingeimi, gögnum öllum og gæðum. Bandaríkin halda nú úti 702 hernaðarlegum stöðvum í 132 löndum um allan heim, með Svíþjóð sem virðulega undantekningu, að sjálf- sögðu. Við vitum ekki hvernig þeir fóru að þessu en þeim tókst það. Bandaríkin eiga 8000 virka kjarnaodda. Tvö þúsund þeirra eru í við- bragðsstöðu, þeim má skjóta með 15 mínútna fyrirvara. Bandaríkin eru að þróa nýtt kerfi kjarnavopna sem gengur undir nafninu ‘bunker bus- ters’ af því þau komast að skotmörkum ofan í jörðinni og springa þar. Bretar, ævinlega samvinnuþýðir, ætla að skipta út sínum eigin kjarna- vopnum, Trident. Hvern skyldu þeir hafa í sigti? Osama bin Laden? Þig? Mig? Jóa Jóns? Kína? París? Hver veit? Það sem við vitum er að þessi barnaskapur og brjálsemi - að ráða yfir kjarnavopnum og hóta að nota TMM 2006 • 1 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.