Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 16
Harold Pinter þau - eru meginatriði bandarískrar stjórnmálaheimspeki. Við verðum að minna okkur á að Bandaríkin eru sífellt í árásarhug og ekkert útlit fyrir að því linni. Þúsundir - ef ekki milljónir - Bandaríkjamanna eru miður sín, skömmustufullir og reiðir framferði stjórnar sinnar, en eins og er mynda þeir ekki samhent pólitískt afl - ekki enn. En kvíðinn, öryggis- leysið og óttinn sem við sjáum vaxa dag frá degi í Bandaríkjunum, er kominn til að vera. Ég veit að Bush forseti hefur marga prýðilega ræðuhöfunda, þó langar mig til að bjóða mig fram í starfið. Ég sting upp á eftirfarandi ávarpi sem hann gæti flutt þjóð sinni í sjónvarpi. Ég sé hann fyrir mér alvarlegan, vandlega greiddan, alúðlegan, einlægan, oft tælandi, stundum brosandi beisklega, sérkennilega aðlaðandi, karlmann karlmanna. „Guð er góður. Guð er mikill. Guð er góður. Guð minn er góður. Guð bin Ladens er vondur. Guð hans er vondur. Guð Saddams var vondur nema hvað hann átti aldrei neinn. Hann var villimaður. Við erum ekki villimenn. Við höggvum ekki hausinn af fólki. Við trúum á frelsið. Það gerir Guð líka. Ég er ekki villimaður. Ég er lýðræðislega kosinn leiðtogi frelsiselskandi lýðveldis. Við erum samúðarfull þjóð. Við gefum sam- úðarfull raflost og samúðarfullar banvænar sprautur. Við erum mikil þjóð. Ég er ekki einræðisherra. Hann er það. Ég er ekki villimaður. Hann er það. Og hann er það. Þeir eru það allir. Ég hef siðferðislegt vald. Sérðu þennan hnefa? Þetta er siðferðislegt vald mitt. Og því skaltu ekki gleyma.“ Líf rithöfundar er afar viðkvæmt, svo að segja berskjaldað. Óþarfi að skæla yfir því. Rithöfundur velur og stendur við val sitt. En það er satt að hann er óvarinn gegn öllum vindum, og sumir þeirra eru ískaldir. Maður er á eigin vegum, á ystu brún. Það er ekkert skjól, engin vörn - nema maður ljúgi - og þá hefur maður auðvitað skapað sér sína eigin vörn og gæti, hugsanlega, orðið stjórnmálamaður. Ég hef talað nokkrum sinnum um dauðann í kvöld. Nú ætla ég að lesa ljóð eftir sjálfan mig sem heitir „Dauði“. Hvar fannst líkið? Hver fann líkið? Var líkið liðið þegar það fannst? Hvernig fannst líkið? Hver var hinn dauði? 14 TMM 2006 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.