Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 16
Harold Pinter
þau - eru meginatriði bandarískrar stjórnmálaheimspeki. Við verðum
að minna okkur á að Bandaríkin eru sífellt í árásarhug og ekkert útlit
fyrir að því linni.
Þúsundir - ef ekki milljónir - Bandaríkjamanna eru miður sín,
skömmustufullir og reiðir framferði stjórnar sinnar, en eins og er
mynda þeir ekki samhent pólitískt afl - ekki enn. En kvíðinn, öryggis-
leysið og óttinn sem við sjáum vaxa dag frá degi í Bandaríkjunum, er
kominn til að vera.
Ég veit að Bush forseti hefur marga prýðilega ræðuhöfunda, þó langar
mig til að bjóða mig fram í starfið. Ég sting upp á eftirfarandi ávarpi sem
hann gæti flutt þjóð sinni í sjónvarpi. Ég sé hann fyrir mér alvarlegan,
vandlega greiddan, alúðlegan, einlægan, oft tælandi, stundum brosandi
beisklega, sérkennilega aðlaðandi, karlmann karlmanna.
„Guð er góður. Guð er mikill. Guð er góður. Guð minn er góður. Guð
bin Ladens er vondur. Guð hans er vondur. Guð Saddams var vondur
nema hvað hann átti aldrei neinn. Hann var villimaður. Við erum ekki
villimenn. Við höggvum ekki hausinn af fólki. Við trúum á frelsið. Það
gerir Guð líka. Ég er ekki villimaður. Ég er lýðræðislega kosinn leiðtogi
frelsiselskandi lýðveldis. Við erum samúðarfull þjóð. Við gefum sam-
úðarfull raflost og samúðarfullar banvænar sprautur. Við erum mikil
þjóð. Ég er ekki einræðisherra. Hann er það. Ég er ekki villimaður.
Hann er það. Og hann er það. Þeir eru það allir. Ég hef siðferðislegt vald.
Sérðu þennan hnefa? Þetta er siðferðislegt vald mitt. Og því skaltu ekki
gleyma.“
Líf rithöfundar er afar viðkvæmt, svo að segja berskjaldað. Óþarfi að
skæla yfir því. Rithöfundur velur og stendur við val sitt. En það er satt
að hann er óvarinn gegn öllum vindum, og sumir þeirra eru ískaldir.
Maður er á eigin vegum, á ystu brún. Það er ekkert skjól, engin vörn -
nema maður ljúgi - og þá hefur maður auðvitað skapað sér sína eigin
vörn og gæti, hugsanlega, orðið stjórnmálamaður.
Ég hef talað nokkrum sinnum um dauðann í kvöld. Nú ætla ég að lesa
ljóð eftir sjálfan mig sem heitir „Dauði“.
Hvar fannst líkið?
Hver fann líkið?
Var líkið liðið þegar það fannst?
Hvernig fannst líkið?
Hver var hinn dauði?
14
TMM 2006 • 1